Spegillinn - 01.07.1955, Side 21
SPEGILLINN
165
„Þetta gefur einnig gúðar vonir“, sagði lögreglustjórinn. „Ég sagði
yður strax, að smekkur og lyst fílsins gæti gefið góðar bendingar".
Skeyti nr. 3:
Taylorville, N. I., 8.15.
Heylön hér í nágrenninu horfin. Sennilega étin. Er á gððu spori
og þýt af stað. Hubbard.
„Mér þykir hann leggja land undir fót“, mælti lögreglustjóri.
„Ég vissi, að þetta er erfitt verk, en hvað um það, við skulum ná
í hann fyrir því“.
Flower Station, N.Y., 9.00
Hef fylgt sporinu 3 mílur vestureftir. Djúp, óregluleg för. Hefi hitt
bónda, sem segir, að þau séu ekki eftir fíl, heldur séu þau holur,
sem grafnar hafi verið fyrir trjám, meðan jörðin var frosin í fyrra-
vetur. Vænti skipana. Darley.
„Sjáum til auðvitað hefur hann hitt einhvern bandamann þjófanna.
Nú fer það að stíga", mælti lögreglustjóri. Síðan las hann fyrir eftir-
farandi skeyti til Darleys: „Takið manninn fastan og þvingið hann
til að gefa upp nöfn félaga sinna. Haldið áfram — vestur að Kyrra-
hafi, ef nauðsyn krefur.
Blunt, lögreglustjóri".
Næsta skeyti:
Coney Point, Pa., 8.Ó5
Skrifstofa gasstöðvarinnar hér brotin upp og ógreiddum gasreikn-
ingum fyrir þrjá mánuði stolið. Er kominn á spor og fylgi því.
Murphy.
„Guð minn góður“, æpti lögreglustjóri, „etur hann líka gasreikn-
inga?“
„Já, hann gæti gert það í misgripum", svaraði ég, „en hann getur
ekki lifað á þeim — ekki einum saman“.
Næst kom eftirfarandi skeyti, sem var býsna spennandi:
Ironville, N.Y., 9.30
Nýkominn. Þorpið í ótta og skelfingu. Fíllinn fór hér um kl. 5
í morgun. Sumir segja, að hann hafi farið til vesturs, sumir til
austurs, aðrir til iorðurs og enn aðrir til suðurs, en allir segja, að
þeir hafi ekki haft tíma til að talca nákvæmlega vel eftir því. Fíllinn
drap einn hest, og hefi ég náð mér í flykki af honum, til að létta mér
leitina. Drap liestinn með rananum, og eftir högginu að dæma, hefur
fíllinn verið örvendur. Eftir því að dæma, hvernig hrossslcrokkurinn lá,
liefur fíllinn haldið í norðvestur, í sömu stefnu og jámbrautin til
Barkley liggur. Er liálfum fimmta tíma á undan mér, en ég þýt af
stað á eftir lionum. Hawes.
Ég rak upp gleðióp. Lögreglustjórinn var jafn óhreyfanlegur og
skurðgoð. Hann hringdi bjöllunni rólega.
„Alaric, sendu Burns kaftein hingað".
Burns kom. . '
„Hvað marga menn höfum við tilbúna?"
„96, herra“.
„Sendið þá norðureftir, tafarlaust, og látið þá snuðra með Berkley-
járnbrautinni, fyrir norðan Ironville".
„Já, herra".
„Látið þá fara með mestu leynd. Undir eins og fleiri losna,
hafið þér þá tilbúna“.
„Já, herpa“.
„Út“.
„Já, herra".
Þá kom eitt skeyti enn:
Sage Comers, N.Y., 10.30.
Nýkominn. Fíllinn fór hér um kl. 8.15. Allir hafa flúið úr bænum,
nema einn lögregluþjónn. ' Að því er virðist, hefur fíllinn ekki slegið
til lögreglumannsins, hedur til Ijóskersstaurs, en hitti báða. Hefi
náð í flykki af lögregluþjóninum til sannindamerkis. Stumm.
„Nú, þá hefur fíllinn vent vestur á bóginn“, mælti lögreglu-
stjóri. „En þá sleppur hann ekki, því að mínir menn eru þá á
hverju strái“.
Næsta skeyti hjóðaði þannig:
Glover’s 11.15.
. Nýkominn. Þorpið yfirgefið af innby'ggjendum, nema sjúklingum
og gamalmennum. Fíllinn farinn fram hjá fyrir þrem stundarfjórð-
ungum. Anti-templardþingið sat á rökstólum, og fíllinn rak ranann
inn um gluggann og gusaði vatni úr þrónni yfir þátttakendur. Sum-
ir drukku það, og eru dánir, aðrir drukknuðu. Spæjaramir Cross og
O’Shaughnessy voru á leið gegnum borgina, en fóru suður eftir og
á mis við fílinn. Allt umhverfið í dauðaskelfingu og fólkið flýr hús
sín. Hvert sem menn fara, hitta þeir fílinn, og margir liafa látið
lífið. Brant.
Ég hefði getað grátið fögrum tárum yfir allri þessari viður-
styggð eyðileggingarinnar. En lögreglustjórinn sagði að eins: „Eins
Og þér sjáið, erum við vel á vegi að umkringja hann. Hann veit
sýnilega af því, og er að færa sig austur á bóginn“.
En við áttum eftir að heyra fleiri hroðafréttir. Næst kom svo-
látandi skeyti:
Hoganport, 12.19.
Nýkominn. Fíllinn fór liér um fyrir hálftíma, og vakti æsingu og
skelfingu. Æddi um göturnar — tveir pípulagningarmenn urðu á vegi
hans; drap annan, hinn slapp. Almenn sorg. O. Flaherty
FYRR EÐA SÍÐAR MUNU ÞVÍ-
TIDE þvær hvitan þvotr bezt og haitr
endist lengur.
riDE Þvær öll óhreinindi úr ullarpvott-
inum.
TIDE þvær allra efna ber.t
LJM VÍÐA VERÖLD ER TIDE
MEIRA NOTAÐ HELDUR EN
NOKKUÐ ANNAÐ
ÞVOTTAEFNI