Spegillinn - 01.02.1957, Qupperneq 5
2. TÖLUBLAÐ FEBRÚAR 1957
ÚTGERÐARRÁÐ
Reykjavíkur liefur samþykkt á fundi sín-
um fyrir nokkru að „óska eftir“ fjárfest-
ingarleyfi til byggingar hraðfrystihúsa fyr-
ir Bæjarútgerðina, og fær að vonum mikið
lof í blöðum fyrir þessa framtakssemi sína.
Sumir telja reyndar, að ráðið liefði átt að
ganga fetinu lengra og beinlínis sœkja um
þetta leyfi, því að þeim, sem þessum mál-
um eru kunnugastir, finnst venjulega þurfa
meira til að fá sér þetta leyfi en frómar
óskir einar saman. Ekki fylgir það sögunni
hvaða fé það er, sem ráðið ætlar að festa.
LÖGREGLUMENN
nokkrir liafa slegið sér saman og stofnað
ökuskóla. Af þessu tilefni skrifar ónefndur
bréfritari MogganUm og bendir á, að á
flestum stöðum sé opinberum starfsmönn-
um bönnuð svona aukavinna og lieimtar
jöfn réttindi fyrir aRa á því sviði. Vér
styðjum þessa tillögu, þótt ekki væri nema
tilbreytingarinnar vegna. Þegar spurt er
urn einhvern starfsmann í opinberri stofn-
un, er ólíkt skemmtilegra að fá svarið:
„Hann er úti að kenna á bíl“ lieldur en
þetta vanalega: „Hann kom og bengdi upp
frakkann sinn og fór svo út“.
BREZKIR MIÐLAR
liafa stofnað með sér félagsskap, sem auð-
vitað hefur látið það verða sitt fyrsta verk
að heimta kjarabætur fyrir stéttina, því að
svo virðist sem miðlar í Bretlandi taki ekki
kaup nema á einuin stað og kannske illa
það, og fer þetta þá að verða skiljanlegt.
Ekki ætlar félagið samt fyrst um sinn að
ganga í Alþýðusambandið og stræka, held-
ur ætlar það að gefa út smáblað þar sem
kurteislega er bent á, að það séu þeir, sem
haldi uppi spíritismanum í landinu og hafi
líf bans í hendi sér — m. ö. o. einkonar
blakkmeil. Vona þeir, að þjóðin bugsi sig
um tvisvar áður en hún sendir nokkra tugi
þúsunda kellinga út í opinn dauðann.
ELZTA MATREIÐSLUBÓK
sem til er í heimi, er um 1900 ára gömul
og sarnin af einum rómverskum sælkera,
sem endaði með því að kokka sig út á
gaddinn og dó í örbirgð. Sagt er að nú um
nokkrar aldir liafi náttúrulækningafélög
beimsins reynt að koma bók þessari fyrir
kattarnef, þar sem liún liefur stóraukið
lirörnunarsjúkdóma í lieiminum. Ekki bef-
ur það þó tekizt, að minnsta kosti er ástæða
til að halda, að sumir matsölustaðir noti
þessa bók, úr því að önnur eldri er ekki til.
PÁLL GRIKKJAKONUNGUR
liefur að undanfömu orðið fyrir liatram-
legum árásum af hendi þegna sinna — sem
fæstir bafa málungi matar — fyrir eyðslu-
semi. Meðal annars báru þeir upp á hann
að hafa notað sjóði — og það leynilega
sjóði —- til að kaupa móðinskjóla á droltn-
ingu sína í París. Hefur kóngsi nú beygt
sig fyrir abnenningsálitinu og sagt upp 180
hirðsnápum, sem liann liefur liingað til
liaft kringum sig, og ákveðið að leigja sér
liæfilega litla íbúð í Sogamýrinni í Aþenu,
32. ÁRGANGUR
en höllinni verður slegið upp í hraðfrysti-
bús, ef fjárfestingarleyfi fæst fyrir vélun-
um.
ÁFENGISNEYZLA
íslendinga stórminnkaði á árinu sem leið,
segja liagskýrslur, en sem betur fór liélt
þó krónuuppbæð sölunnar í borfinu og vel
það, sökum sniðugra verðbækkana. Er
þjóðin nú einna belzt að bugsa um að auka
drykkjuna nokkuð á þessu ári, ef það
skyldi geta leitt til batnandi liags Eysteins
og ríkissjóðs. Einna mest varð söluaukn-
ingin á Seyðisfirði, en svo er líka aðgæt-
andi, að Austurland liefur flesta þingmenn,
miðað við fólksfjölda. Ekki er neitt minnst
á smúlið í bagskýrslum þessum og væri
þó ekki úr vegi að fara eitthvað að athuga
það, þjóðinni til gamans, og ætti að vera
bægt með öllum þeim vélakosti, sem Hag-
stofan hefur nú yfir að ráða.
1 ÓFÆRÐ ÞEIRRI
sem undanfarið liefur verið á þjóðvegum
vorum og öllum er nógsamlega kunn, skeði
það einn daginn, að áætlunarbíll þeirra
Moskóvíta var þrjár klukkustundir og liálfa
betur þó frá Brúarlandi að Lágafelli, en
þar gaf liann loksins upp öndina og mátti
sig þá að vouuin hvergi hræra. Mun þetta
vera Suðurnesjamet í hægferðugheitum.
Þetta liefði þó ekkert verið ef ekki sjálfur
Laxness liefði ekki verið einn farþega, en
fyrir bragðið verður það munað. Þó er rétt
að taka fram, að fregnin er ekki úr Þjóð-
viljahum, beldur úr Mogganum, og er liún
tekin upp bér, uppá síðari tímann til að
gcra, ef benni skyldi verða sleppt úr ritum
Veðurstofunnar.