Spegillinn - 01.02.1957, Blaðsíða 17

Spegillinn - 01.02.1957, Blaðsíða 17
SPEGILLINN 41 Flatrímsþáttur Hér er þá fyrst einn fyrripartur,. sem greinir frá þverr- andi gengi stalinismans, og hefur þannig ótvíræða heims- sögulega þýðingu, auk skáldskapargildis: „Stalinismans stolta von stórum tekur að dvína“. Og botninn segir á látlausan hátt frá því, hvernig hnign- un nefnds isma grasserar einnig í pólitískt þenkjandi konum lieima á fslandi, þannig að þær eru í stórum aftur- bata, pólitískt séð: „Nú hefur jónfrú Jakobson játaS villu sína“. Svo snúum við blaðinu við og látum pólitíkina eiga sig, en lítum á aðrar hliðar mannlífsins: „Meydómsgriðin margur rauf, mun þaS ávöxt bera. Rennilás í hvers manns klauf kominn þyrfti að vera“. Sennilega má líka notast við hengilás í þessu tilfelli, en rennilásar eru þá á ýmsan máta hentugri, og hæfilega strengdur rennilás er til mikillar prýði, auk ótvíræðs gagns. Sem sagt: gott. Og ekki má gleyma tíðarfarinu; liinni endalausu hringrás frá suð-suð-austan roki með rign- ingu (sem raunar aldrei kemur, þótt henni sé greinilega spáð) til vest-suð-vestan garra með snjókomu, sem veður- stofan reiknar út eftir gangi himintungla og háttalagi skýjanna. „Úlfgrár himinn yfir lýr austanrok og vestangúlpum. AS sama skapi vex hjá Vír uerð/agið á kuldaúlpum“. — Það segir sig sjálft, að þeim mun kaldari og rysj- óttori sem tíðin er, þeim, líflegri er salan á Vír-úlpunum. « — En þá skulum við kúvenda yfir í tilfinningaríkari skáld- skap: „Gef ég auga enn á ný ungum baugalínum. Nú er haiugahafrót í hjartalaugum rnínum“. Skýring: hjartalaug er vitanlega blóð, og þá auðvitað aðallega heitt blóð. Ég get þess til, að baugalínurnar, sem koma þessari ofsalegu hreyfingu á blóð skáldsins, hafi verið hreinustu kynbombur, og þá sennilega sprungnar núna. — En svo er það tíðarfarið aftur, og næsta vers greinir frá liörðu árferði „til sjós og lands“, eins og kerlingin sagði: „Hagamús í holunni hörmung eygir slíka að geispa bráöum golunni; — þafi gerir ÞjóSvörn líka“. „Stendur sérhver stjórnarþegn í stríSi á liimni og jörSu; ekki veitir af því gegn andstöSunni hörSu“. Skýring: Bannveig er náttúrlega kenning, þ. e. bönnuð veig, í þessu tilfelli Rannveig, sem bannað er að taka sæti á þingi, enda veit enginn gerla, hvort liún telst til Fram- sóknar eða Alþvðuflokksins, nema hvorttveggja sé. Kári. Hér er sem sé pólitíkin komin til skjalanna aftur. Mað- ur sér stjórnarliðið, alla lúðvíkana og hannibalana, bíta í skjaldarrendurnar og munda spjót sín framan í and- stæðingana, liótandi öllu illu, svo sem takmarkaðri álagn- ingu bæði í heildsölu og smásölu og lækkuðu verði nælon- kvensokka. En andspænis þeim er eitilhörð stjórnarand- staða, Sigurðar frá Vigur, Ólafs og Bjarna, og heimtar þingrof og nýjar kosningar. Þá heyrum við kveðskap frá Alþingi. „Magnast nú á þingi þref, þrefinu veldur „bannveig“. Eggert hefur ekkert bréf upp á, að hann sé Rannveig“. kvos borgarinnar. Ráðhúsið spegl- aði sig x dimmum tjarnarfletinum í kvöldhúminu. Það var ósköp fall- egt. Og drengurinn fylgdi mér að dyrum eilliheimilisins. — Þakka þér nú fyrir kvöldgönguna, Kibbi minn, sagði hann að skilnaði. — En ég held nú samt, að ekki hafi verið sérlega gaman að lifa um miðja öldina. Kveðja til púkans Margnefnd mynd nr. 7 var eftir Guðmundu, en ekki Guðmund eins og þú brenglaðir í síðasta blaði í 3. sinn, en Guðmunda hefur u í endanum í þessu falli. Ég endurtek að mynd nr. 7 var abstraktmynd eftir okkar ágæta kvenabstrakt- málara Guðmundu, sem er gróandi kraftur í íslenzkri myndlist. Svo skrifaði ég að þú værir „aungull í tímanum“, sem er fínt mál við há- tíðleg tækifæri. Sjálfur getur þú gleypt þinn „Öngul“ og gramma- tíkina með. Kibbi.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.