Spegillinn - 01.02.1957, Blaðsíða 10
34
SPEGILLINN
isskráningu, sem myndi verða köll-
uð svartur markaður, ef einhverj-
ir aðrir en svona fínir menn ættu
í hlut.
Víðar er ókyrrt en á Islandi.
Þannig heyrist austan úr Sovétti,
að á fundi æðsta ráðsins hafi verið
gert hark svo mikið, að forseti
ráðsins neyddist til að nota bjöll-
una, en slíkt hafi ekki skeð um
margt ár — heldur mun skamm-
byssa hafa verið notuð í bjöllu
stað.
Enn er tíðarfarið rysjótt og sum-
staðar stórvirði. Er eitt þeirra ein-
kum að ágætum haft, er gerði
vestanlands og braut brimgarðinn.
Er í bígerð að gefa út hátíðablað
af Veðráttunni af þessu tilefni, og
hefur slíkt oft verið gert fyrir
minna.
Undan farið hafa verið mestu
vandræði að koma skreiðinni okk-
ar alla leið til Nígeríu. Sumir
bentu á það úrræði að senda
Tröllafoss þangað með fullfermi og
vera ekkert upp á erlend skipa-
félög kominn, en þá kom það í
ljós, að aðalþröskuldurinn á leið-
inni er sá, að ekki eru til geymslu-
hús þar í landi fyrir fiskinn, held-
ur verður að éta hann nokkurnveg-
inn jafnharðan. Nú mun vera að
nálgast lausn á þessu vandamáli,
þannig, að Faxaverksmiðjan verði
flutt þangað og notuð sem skreið-
argeymsla. Er það að vísu nokkur
ofansetning frá því sem upphaf-
lega var henni ætlað, en um það
þýðir ekki að sakast, enda eru flest-
ir orðnir sammála um, að ekki
komi síld í Faxaflóa fyrr en smiðja
sú sé þaðan farin. Hinsvegar fékkst
það ekki samþykkt að taka Gler-
verksmiðjuna til þessara nota.
Á föstudaginn langa eigum við
von á góðu. Þá verður halastjama
á ferðinni, með öllu því, sem þeim
fylgir. Það mun vera fyrir ein-
hverja vangá, að ekki hefur í þetta
sinn verið spáð heimsendi í þessu
sambandi, eins og annars er til
siðs, en líklega hafa spámennirnir
verið eitthvað seinir á sér að
glugga í almanök sín og spádóm-
urinn því farizt fyrir. Heyrist því
þó fleygt, að halastjarna þessi sé
sízt betri en slíkar plaga að vera.
Sumir eru að fetta fingur út í
það, að hún skuli verða á ferðinni,
einmitt þennan dag og ekki ein-
hvern annan, en sannleikurinn er
sá, að halinn á henni mun vera
með afbrigðum langur, svo að hún
myndi ekki komast öll á venjuleg-
an dag. Auk þess má bæta því við,
að ef illa fer, er flaggað í hálfa
stöng þennan dag, hvort sem er.
Illa gengur krötunum að koma
Haraldi til Osló, þar sem það er
í ljós komið, að enginn er verður
þess að taka sæti hans á Alþingi.
Rannveig strækaði strax, þegar
hún sá fram á það, að hún gat
ekki orðið alvöruþingmaður og
snúið um leið aftur heim til föðui'-
húsanna, og selur nú báta í stað-
inn fyrir þjóðarskútuna. Það kom
sem sé brátt í ljós, að þegar hún
var frá gengin, áttu kratarnir enga
tusku, sem hægt væri að taka feil
á og þingmanni, og vilja nú koma
inn ólöglegum manni; jafnvel var
talað um að hann settist á þing
kjörbréfslaus, en svo þorðu þeir
það ekki, þegar til kom og hefði
þó sannarlega verið óhætt, því að
þessi svokölluðu kjörbréf eru
nauða-ósjálegir merarseðlar, í
stað þess, að ég hafði alltaf haldið
þetta vera skrautskjal, sem hægt
væri að hengja upp í glasi og
ramma, eftirkomendum þing-
mannsins til viðvörunar og and-
styggðar. Annars gerir nú þingið
ekki svo mikið, að þar sé neitt
áberandi skortur á vinnukrafti, og
þetta hefur íhaldið fundið, þegar
það sló upp skemmtikvöldinu um
daginn, og setti það meira að segja
á öldur ljósvakans, enda hafði þar
þá um langt skeið verið heldur fátt
um fína drætti. Að vonum fór
þarna eins og við kosningar, að
allir sigruðu og allir andstæðingar
lágu í því og komust í „gjörsam-
leg rökþrot". Var það ekki annað
eða meira en allir máttu vita, svo
að þessvegna hefði vel mátt sleppa
skemmtuninni, en þingið verður
nú einusinni að hafa sitt þorrablót,
eins og aðrir. Annars er merkasta
málið, sem þar hefur verið á döf-
inni, tillaga um að stofna óperu
hér og láta hana vera til húsa
hjá Rósinkransi. En nú heyrist
síðast, að húsaleigulög Hanníbals,
sem heimila mönnum að flytja inn
á náungann, hvað sem hann segir,
muni ekki ná fram að ganga á
þessu þingi, vegna þess, hve marg-
ir Framsóknarmenn eru búnir að
byggja flott yfir sig. Er þá von-
andi, að Rósinkrans sleppi við
þessa hremmingu og það um leið
að senda fastráðna leikara sína á
eyrina, sökum aðgerðaleysis og
plássleysis í musterinu.
,Stjórnin var lömuZ eftir umrœ'8urnar‘