Spegillinn - 01.02.1957, Blaðsíða 21
45
SPEGILLINN
Litla frú Smith var vön að segja, að hún
vildi óska, að liann liti ekki svona út. Og
þegar veslings Smith, maðurinn hennar,
spurði hvernig, svaraði liún bara: svona.
Smith var fyrirmyndar eiginmaður. —
Hjálpaði konunni með húsverkin. Þvoði
upp, rétt eins og hann ætti von á heiðurs-
peningi fyrir það. En konan hélt áfram að
japla á því, að hann liti svona út.
— Það er alveg klárt, að ég hef aldrei
gifzt þér fyrir andlitið á þér, sagöT hún.
— Ja, ekki var það fyrir aurana mína,
því að þá á ég enga, svaraði veslings Smith.
— Nei, auðvitað var það af ást, svaraði
liún. Og ef þú litir svolítið öðruvísi út,
skyldi ég vera alsæl.
— Hvað er eiginlega að andlitinu á mér?
spurði Smith.
— Það er bágt að segja, svaraði frúin.
—Kannske maður geti lielzt sagt, að það
sé tilbreytingarlítið.
Smitli ræfillinn gerði sér talsverða rellu
út úr þessu. En þó ekki eins mikla og hann
hefði gert, ef liann hefði mátt sjá spotta-
korn fram í tímann. Einn góðan veðurdag,
þegar hann hafði lokið störfum í skrif-
stofu sinni og var á leið í strætisvagninum,
tók hann eftir því, að allt kvenfólk sneri
sér við til þess að horfa á hann. Þetta var
honum ráðgáta. Datt helzt í hug, að hann
væri orðinn hvanngrænn í framan eða ein-
livernveginn skrautlega litur.
Þegar hann kom heiin, færði hann þetta
í tal við konu sína.
— Mér finnst þú líta alveg eins út og
alla hina dagana. Það er engin hætta á, að
þú breytist. Það er nú einmitt allur verk-1
urinn.
— Þetta er einkennilegt, sagði Smitli.
Og einkennilegra varð það. Kvenfólk á
öllum hugsanlegum aldri tók upp á því að
elta hann. Færi hann inn í krá, elti það
hann þangað. Leit við og sneri sér þegar
það sá hann á götunni. Hann varð að lioppa
upp í strætisvagn til þess að sleppa frá
þessu kvenfólki. Og svo varð hann að hoppa
út úr strætisvagninum, til þess að sleppa
við kvenfólkið, sem þar var.
Hann tók eftir því, að allt kvenfólkið
kallaði hann „Gogga“.
Kvensurnar reyndu meira að segja að
elta hann lieim, svo að hann átti fótum
fjör að launa.
Hann spurði nú konuna sína, hver
„Goggi“ væri, og hún svaraði, að hann
þyrfti ekki að tala í þessum tortryggnitón.
Já, lii'm var hara vond.
— Þú misskilur mig, elskan, sagði Smith.
Og svo sagði hann henni frá eltingaleik
kvenfólksins.
— Það fer vaxandi með degi hverjum,
sagði liann. — Og þær kalla mig „Gogga“.
Líklega taka þær mig fyrir einhvern með
því nafni.
En svo kom einn daginn sannleikurinn
í ljós. Þau sóu mynd af Gogga í dagblað-
inu sínu.
Goggi var nýjasta kvennagnllið. Hann
söng sig inn í sálir kvenþjóðarinnar. Allar
kvenpersónur, frá fjórtán til níutíu ára
fengu vfirlið hvenær sent þeim varð hugsað
til Gogga.
Goggi var með rauða hnappa á jakkanum
sínum. Og Goggi hafði fimmtíu þúsund
kall á mánuði.
Og loks var Goggi útlits nákvæmlega eins
og Smitli.
— Jú .... kannske dálítið .... sagði
frú Smith. En allir aðrir sögðu, að þeir
væru hókstaflega eins og tvíburar.
Já, þetta var orðið plága. Enginn friður
fyrir þessum eltingaleik kvenfólksins, og
loks kom þar, að húsbóndinn sagði, að
annaðhvort yrði hann að leggja sér til nýtt
andlit eða fá sér aðra atvinnu.
Smitli lagði sér til falskt yfirskegg og
svört gleraugu. Og yfirskeggið kitlaði hann,
svo að það var alveg óþolandi. En þessi
grímubúningur nægði til þess að bægja
kvenfólkinu frá honum. Nú litu kvensurn-
ar ekki lengur í þá átt sem hann var í.
Eina manneskjan, auk hans sjálfs, sem
undi illa þessari myndbreytingu, var kon-
an hans. Hún sagði, að liann væri ennþá
leiðinlegri í útsjón en óður, og hefði þó
ekki verið við það bætandi.
Smith ræfillinn var í standandi vand-
ræðum. Hver gat vitað hversu lengi Goggi
yrði móðins, en meðan svo væri, yrði hann
sjálfur að burðast með falska yfirskeggið
og gleraugun, sér til sárrar hrellingar, eða
að öðrum kosti hafa alla kvenþjóð borgar-
innar á hælum sér, livert sem hann færi.
Og Goggi gat orðið rnóðins árum saman.
En svo skein ofurlitill vonargeisli inn í
þessa rnyrku tilveru Smiths aumingjans.
Hann heyrði það utan að sér, að Goggi
sjálfur væri orðinn hundleiður og þreyttur
á þessum eltingaleik kvenfólksins við hann.
Hann liefði bókstaflega ekki stundarfrið.
Jafnskjótt sem hann sýndi sig einhversstað-
ar, væri straumurinn á eftir honum.