Spegillinn - 01.02.1957, Blaðsíða 11

Spegillinn - 01.02.1957, Blaðsíða 11
SPEGILLINN 35 Kæra vinkona! Mikið má ég skammast mín fyrir, hvað það er langt síðan ég hef skrif- að þér. Ég hef víst ekki skrifað þér síðan fyrir jól, þegar ég var að biðja þig að senda mér Helena-Rúbín- stæn-kassann. Hér er alltaf hálfleið- inleg tíð núna, en þó er víst miklu verra tíðarfarið hjá ykkur þarna syðra. Pabbi kennir vinstri stjórninni um allt illt, bæði veðurfar og heilsufar, og segir, að annað eins árferði til sjós og lands hafi ekki þekkst hér á landi, síðan Framsókn og Kratar mynduðu stjórn hérna um árið, en ég veit ekkert, hvaða ár það var. Mamma segir þá, að það sé nýtilkomið, ef ríkisstjórnin ráði veðurfarinu og þetta raus sýni bara, hvað pabbi hafi lítið raun- hæft fram að færa í stjórnarand- stöðunni. Svo hlustuðum við nú á útvarpsumræðurnar um tillöguna hans Ólafs Thórs og Bjarna; og það var alveg voða gaman að sjá, hvernig pabbi hlustaði. Hann lá upp í dívan með ísafold- ina sína, en þegar Ólafur byrjaði að tala, hætti hann að lesa, en hlustaði opnum munni á Ólaf. Stundum kinkaði hann kolli lengi í einu, og stundum lyngdi hann aftur augunum og brosti framan í útvarpið. Svo fór Lúðvík að tala, og þá fór pabbi að lesa í blaðinu. Hann nefnilega vill aldrei hlusta á nema ísafoldarmenn. Stundum hristi hann hausinn svona til málamynda heyrði samt áreiðanlega ekkert, sem Lúðvík sagði. Svo fór Lúðvík og hnussaði fyrirlitlega, en hann að kalla Bjarna rokk-meistara, og þá hrökk pabbi upp. — Ha, hver er orðinn rokkmeistari ? spurði hann. — Bjarni, sagði mamma spotzk. — Hverslags endaleysa er þetta eiginlega? Hvað á svona mál- flutningur að þýða? spurði pabbi. — Þetta er prýðileg ræða; þú hefur bara ekki hlustað nógu vel á hana, sagði mamma. — Rokkmeistari, ekki nema það þó; fyrr má vera smekkleysið og ruddahátturinn, sagði pabbi argur. — Pabbi, veiztu að í rokkinu fara þeir úr jökkunum og setja fæturna upp fyrir haus og skríða á maganum? sagði ég uppveðruð. — Huh, ég mundi nú reyna að koma þér í Þjóðvarnarflokkinn, ef hann væri ekki nær dauða en lífi, Stebba litla, sagði pabbi þá, og við mamma hlógum báðar. Alltaf þegar pabbi treystir sér ekki í okkur mömmu í pólitíkinni, þá fer hann að gera grín að Þjóð- vörn greyinu, af því hann veit, að okkur er skítsama um hana. — Eina lífsmarkið með Þjóðvörn skinninu er nú eiginlega þessi litla hjálp, sem hún er að reyna að veita íhaldinu í þrengingum þess, sagði mamma. — Við Sjálfstæðismenn höfum aldrei beðið um aðstoð Þjóðvarnar til eins eða neins, enda hefur sú flokksnefna aldrei vitað, hvað hún vildi, ef hún hefur þá nokkurn tíma viljað nokkuð, og við slík pólitízk viðundur bindum við Sjálfstæðis- menn ekki trúss, sagði pabbi. — Af hverju skammast allir hin- ir flokkarnir sín fyrir Þjóðvörn greyið; ég hélt einmitt, að hún væri svo góð og saklaus? sagði ég. a & /ætckci um 5 miUjónjt-------- og M Ajrf ekkt 3ð ktsfa $>'<% Yóói ^ *em* z*°"‘ ,er tiltölulega lítii f járhæð, sem tekin er a£ lágtauna- mönnum, með tekjuskattin- um, þótt haun hafi verið þeim þungbær. Lækkun stjórnarinnar á þessum ekatti nemur því ekki neinni ógnarfúlgu. k . skilar al- : ‘ menningi 5 millj. aðeins.i Engin leið er að gera sér I grein fyrir því, hversu mikið; sama folk verður að greiða af neyzLusköttum þeim, sem ríkisstjórnin hefur lagt á, en víst er að það er margfalt -meiri upphæð,

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.