Spegillinn - 01.02.1959, Side 7
5PEQILLINN
31
— Heldur þú, að vísitalan sé
tannlaus?
— Eigi vitum vér það svo gjörla,
svaraði ég, því að ég set mig alltaf
í diplómatiska varnarstellingu þeg-
ar tilrætt er um hina hærri fín-
ansa. Hef ekki reynt mig nema við
þá hina lægri, og ekki tekizt betur
en vel. — Gæti ekki verið gott að
fara einskonar meðalveg og segja,
að hún sé með falskar tennin*?
— Þetta sama hafði mér ein-
mitt dottið í hug, sagði rakarinn
minn, — og þessvegna skil ég
aldrei almennilega, hvernig hann
Gylfi ætlar að draga úr henni eina
og eina tönn. Mér skilst, að í svona
tilfellum verði að draga út heila
klabbið, með holgóm og öllu sam-
an.
— Við skulum vona, að hann
græi það einhvernveginn, svaraði
ég. — Það vill nú svo svínheppi-
lega til, að hann á innangengt í
hann Ólaf Bjömsson og fleiri góða
hagfræðinga, þar sem hann nær
ekki til sjálfur.
— Ég skil nú aldrei almennilega,
hvemig við eigum að græða á þess-
ari lækkunarstefnu þeirra, sagði
rakarinn minn. — Mér finnst þvert
á móti allt gera miklu meira en
éta sig upp. Tökum bara dæmi:
Hér kom einn krati í gær og auð-
vitað með tvo íhaldsmenn með sér,
því að krötunum er ekki sleppt út
einum lengur og þeir létu nú
klippa krataskinnið, trndir tilbæri-
legu eftirliti, og þegar ég sagði
tuttugu og fimm krónur takk, þá
segir skepnan, að hann eigi ekki
að borga nema 23.75 og vitnaði í
auglýsingu frá verðlagsstjóra því
til sönnunar, og ég varð auðvitað
að láta hann sleppa með það til
þess að baka mér ekki reiði mátt-
arvaldanna. Nú, svo keypti ég eitt
kíló af súpuketi og fékk það að
vísu einni krónu tuttugu og fimm
lægra en áður, svo að þetta virtist
nú allt í lagi á pappímum, en svo
ætlaði ég að kaupa mér glas af
snússi fyrir næstu tvær klippingar,
en þá sagði búðarlokan mér, að
ríkið gæfi engan afslátt á sinni
vöru. Ja, ég lýsi þessu ekki frekar;
þú sérð hver útkoman varð.
— Já, en þú veizt, að ríkið okk-
ar er aumast allra, sagði ég, heldur
en ekki neitt.
— Þetta sögðu þeir mér líka í
tóbakssjoppunni, og bættu því við,
að eiginlega væri það fyrst og
fremst vegna sálrænu áhrifanna,
sem ríkið vildi ekki lækka neitt af
sínu krami.
— Nú eru þeir búnir að kjósa