Spegillinn - 01.02.1959, Blaðsíða 8
32
SPEGILLINN
nefnd til að gefa Norðmönnum
Ingólf, sagði ég, til þess að sleppa
frá vísitölunni með einhverju móti.
— Hann Ingólf? Hver verðxrr
þá aðalmaðurinn á Hellu og yfir-
ráðherra hjá stjórninni okkar?
spurði rakarinn minn steinhissa.
— Þú misskilur þetta, sagði ég.
— Við förum nú ekki að fleygja
þeim Ingólfi í kjaftinn á frændum
vorum. — Það er hann Ingólfur
sálugi Arnarbur, sem ég meina .
— Nú, það var fyrir sig, sagði
rakarinn minn, og honum létti
sýnilega að missa ekki góðan
kúnna út úr landinu. — Það var
vitið meira, og í rauninni ekki
nema sanngjarnt, þegar þeir eru
nú búnir að vera svo almennilegir
að gefa okkur hann Snorra, sem
núverandi kóngur þeirra rangfeðr-
aði í Reykholti forðum. Við skul-
um bara vona, að þeir hafi eitt-
hvað stabílla efni í Ingólfi, því mér
er fortalið, að Snorri skjálfi eins
og hrísla, hvenær sem hreyfir vind
þarna uppfrá.
—Já, þeir ku ætla að steypa
hann úr eintómum fimmeyringum,
sem nú eru okkar harðasti gjald-
eyrir, sagði ég.
— Mér finnst það nú bara svona
og svona fyrir Norðmennina að fá
svona gjöf, sagði rakarinn minn og
varð hugsi. — Þeir hljóta að telja
Ingólf einskonar landráðamann eða
að minnsta kosti strokumann, að
hafa stungið af úr landinu, þegar
verst gegndi.
— Þetta er hinn mesti misskiln-
ingur hjá þér, sagði ég. — Ekki ber
á því, að við misvirðum það mikið
við Richard Beck þó hann færi til
Ameríku. Sanni nær að öllum
þyki það vel tilvinnandi að birta
jafnvel um hann lofgreinar öðru
hverju, fyrir að halda sig á vestur-
hálfkúlunni. Eins er afstaða Norð-
manna til Ingólfs; þeir hefðu varla
viljað fá hann til landsins aftur,
til þess að drepa fyrir sér fleiri
jarlssyni en hann var búinn að.
— Ég var að lesa í góðu blaði,
sagði rakarinn minn, og var nú
orðinn eins og ofurlítið hressari í
bragði, — að Kaninn sé búinn að
finna það út með geimskotunum
sínmn, að jörðin sé alls ekki eins
og kúla eða epli í laginu, heldur
miklu frekar eins og pera, en þó
var ekki neitt nefnt, hvað margra
kerta pera, sem mér finnst þó, að
hefði átt að fylgja upplýsingunum.
— Blessaður vertu ekki að leggja
það á minnið, sagði ég. — Þú skalt
sanna til, að áður en vikan er lið-
in, koma kommarnir og sanna, að
hún sé miklu líkari 2. flokks ein-
okunarkartöflu á 85 aura kílóið.
— Þeim þýðir bara ekkert að
sanna það, því þá kemur Æk og
segir, að þetta sé ekki annað en
grobb og áróður. En veiztu það, að
ég var að klippa hann Jón Leifs í
gær?
— Var það nokkuð merkilegra
en vant er?
— Jú, það var að því leyti merki-
legt, að hann hafði svarið að láta
ekki skera hér sitt fyrr en fullur
sigur væri imninn á Kananum. Og
þegar ég var búinn að raka af
honum, sýndi hann mér tékkinn,
sem hann fékk frá æðsta manni
hersins.
— Sá hefur víst ekki verið neinn
hégómi?
— Ég tók nú ekki eftir sjálfri
upphæðinni, en þetta var allra
fallegasti tékkur, og mátti líka vera
það fyrir hálfan Moggadálk af rétt-
indum, sem hann afsalaði fyrir
hann; þar á meðal lofaði hann að
hætta að höfða eitt mál á dag, eins
og hann hefur gert undanfarið ár.
En mér fannst bara hárið ekkert
líkt því sem það væri búið að vaxa
í sjö ár.
— Það er ekkert undarlegt. Þú
sagðir, að hann hefði ekki l^tið
skera það, allan þennan tíma, en
þar fyrir er ekkert því til fyrir-
stöðu, að hann léti klippa það, eins
og aðrir menn, og það hefur hann
líka vafalaust gert .
— Þarna kemur það! Ekki gat
mér dottið þetta í hug hjálparlaust.
En svona geta þessir miklu mála-
fylgjumenn verið klókir og veitir
reyndar ekki af. En þegar ég var
Þetta er miskunnarlaus dómur
hjá Jóhanni Hafstein yfir Frið-
jóni. að hengja hann þannig upp
á staur sem tákn um vitlaus
kosningalög, sem Sjálfstæðis-
menn hafá sjálfir búið til.