Spegillinn - 01.02.1959, Side 11

Spegillinn - 01.02.1959, Side 11
SPEGILLINN 35 HEILSUFARSKVÆÐI Nú líður mér illa, — lasinn er ég; margskonar kvilla merki ber ég. Um allan skrokkinn frá skalla að il mér finnst ég alls staðar finna til. Þessi andskoti birtist í ýmsum myndum; — fjölbreytnin er með ólíkindum: í vindverkjum sterkum, vondu kvefi, ræmu í kverkum, rennsli úr nefi, svo er þrálátur hósti og þyngsli fyrir brjósti, en beinverkir þjaka baki og fótum, og það brakar í öllum liðamótum, þar grasserar sem sé gigtar fjandi, sem almennt er talin ólæknandi; þá er sljóleiki í augum, en slappelsi á taugum, og svo þessi eilífa svfja, eða sárindi innan rifja, og óþægindi í einhverri mvnd ofan, nei, líklega neðan við þind. Yfir höfðinu er þessi þráláti svimi, en þreyta gagntekur alla limi; og loks fylgir þessu litill máttur, óreglulegur andardráttur, bólginn langi og blásvört tunga, bronkítis í hægra lunga, svo safnast á skrokkinn skvapkennd fita, þótt ég skeri við nögl hvern matarbita, og í sjö vikur hef ég, segi og rita, sofnað með köldu og vaknað með hita. Samt hefði ég aldrei unphátt kvartað, ef lasleikinn væri ekki lagstur á hjartað, þar hef ég nú orðið stöðuga stingi, sem stafa af brjáluðum blóðþrýstingi. — Og lon og don hjá læknum er ég, með litla von frá læknum fer ég; þeir hella yfir mig heilræðabulli, og ætlast til þess, að í desílítrum ég drekki svakadýr meðul, er samlagið borgar ekki. Já, lítið er gagnið að geislum, bökstrum og sprautum við svona fjölbreyttri vanlíðan og þrautum. Það ber helzt við, að mér batni á köflum af brúnum skömmtum og magnyltöflum: Og þó . . . . Já, batni mér snöggvast í baki og fótum, þá versnar mér um leið í liðamótum og verði eitthvert hlé á vonda kvefinu þá vex að því skapi rennsli úr nefinu, og réni \im stund hinn harði, þurri hósti, þá hundraðfal^ast þvngslin fyrir brjósti, ef augnablik tók fyrir iðraverk slæman, þá óx sem því svaraði kverkaræman, ocr hði mér snöggvast eil'tið betur í augunum, þá vex um helming vanlíðanin á tauganum, og dvíni augnablik aðkenning hiartastingsins, þá magnast óðar brjálæði blóðbrýstingsins. Og bess vegna er ég á eilífum hlaupum til sérfróðva lækna og í Ivfjakaupum. — Já. útlitið er ekki gott; écr boli hvorki þurrt né vott, það er að segia fæði, og friðlaus af fiörefnaskorti til fróunar mér ég orti langt og kvalafullt kvæði. Baui. hafa jafnan túlka við hendina, sem geta þýtt nafnið fyrir þá. Eiga þeir í þessu skyni að vera á sífelldum hlaupum milli þessa staðar og City Hotel, sem bráðlega mun rísa í Vesturbænum. Samfara öllum þessum nýjung- um á verzlunarsviðinu hafa menn réttilega fundið, að í svona fínum búðnm, eins og hér eru sem óðast að rísa af grunni, dugar ekki að hafa einhverja dóna við afgreiðslu, sem snyrta á sér neglurnar meðan þeir afgreiða gestina. Með glöggt auga fyrir þessari þörf ætlar Sambandið nú að setja upp náms- skeið fyrir afgreiðslufólk uppi í Bifröst, þar sem búðarfólki verði kennd prótókollhæf kurteisi og önnur hofmennska. Tvennt veldur þó nokkrum kvíða hjá forstöðu- mönnum þessarar lofsverðu nýj- ungar. í fyrsta lagi koma fáir í Bifröst til að kaupa og í öðru lagi þykir vafasamt, að nógu margir fáist, sem telja sig hafa nokkru við sig að bæta í viðskiptakurteisi.

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.