Spegillinn - 01.02.1959, Blaðsíða 13
SPEBILLINN
37
að hann Jón minn Leifs hafi veitt
viðtöku neinum smátékka fyrir all-
an þann flutningsrétt, sem hann
veitti á móti, sagði Hallbjörg. —
Það hafa áreiðanlega verið fleiri
núll á honum en verðlaunatékkan-
um frá útvarpinu, en þó máske
ekki of mörg, þar sem hann rétti
þeim ameríska generál aðeins vísi-
puttann til þakklætis og staðfest-
ingar. En þó rataði hann í þessu
þann gullna meðalveg, eins og
honum er lagið, þar sem það getur
haft alvarlegar afleiðingar að rétta
fram litla fingurinn.
— Þetta ætlar sennilega að verða
gott músíkár, sagði tólftónastrák-
urinn, — þar sem að strax eftir
þessa sigurfrétt verður uppvíst um
Tónabandið hans Freymóðs, sem
vafalaust á eftir að gegna glæsi-
legu hlutverki í menningarlífi þjóð-
arinnar. Ættum við ekki að lýsa
yfir ótvíræðum stuðningi okkar
allra við Tónabandið?
— Ég hélt satt að segja að hjóna-
bandið væri þér hugstæðara að
sinni, sagði Ketill, en það hefði
hann ekki átt að segja, því að
strákurinn leit strax hálfsoltnum
augum á Díalín, sem til allra ham-
ingju leit undan, en Grænveig fór
að hlæja eins og bjáni. En Totten-
ham biargaði á sinn sérstæða hátt.
— Ekki get ég skilið hvers vegna
West Bromwich gengur svona
rækalli illa á heimavellinum, sem
það ágæta félag ætti þó að þekkja
allra félaga bezt, sagði hann. — En
það eru svo mörg vandamál og erf-
ið í ensku knattspyrnunni, annars
væri hún máske ekki svo spenn-
andi sem raun ber vitni um.
— Mikill áhugamaður ertu um
líkamsmenninguna og það líkar
mér af alhug, sagði Hallbjörg.
— Og þar sem ég að þessu sinni
get ekki farið og fylgst með afrek-
um handknattleiksliðsins okkar í
útlöndum, þá vil ég hér með út-
nefna þig til fararinnar á minn
kostnað, sem okkar sérlegan sendi-
mann og fréttaritara. Þú sendir
Framh. á bls. 40.
Kveðja til
alpýðunnar
Alþýðuflokki forðum var ég bundinn
fúslega borgaði inn á kratafundinn,
þar sem ég skemmti þó af lífi og list.
— Flokksmerki keypti á hvurjum sunnudegi
kosningasjóðinn styrkti heldur en eigi
og stritaði líkt og vinnukona í vist.
f
Alþýðublaðið og Alþýðumann ég keypti
Alþýðuskúr, sem mér í skuldir steypti
reisti ég fyrir kratalúsarlán.
— Krepptur þar sat, með kuldapolla á tánum,
krunkuðu flokksmenn löngmn þar á skjánmn
færandi kröfur, kvabb og margskyns smán.
f alþýðuverzlun allt varð ég að taka,
oft var mér gefið vitlaust þar til baka,
leiðrétting enga látinn var þó fá.
Illharðan hleif úr Alþýðubrauðgerðinni
angurvær mátti ég færa konu minni,
glorsoltnir krakkar unnu ekki á.
Alþýðukveðskap oft fékkst við að rita,
og alþýðufræði, sem var gott að vita.
Alþýðuprentsmiðjan gerði sér gott af þeim.
— Alþýðutrompvist oft ég fékk að spila,
öllum gróðanum flokknum varð að skila,
en tapið mátti ég taka með mér heim.
Alþýðuljóð ég orti af sönnum trega,
alþýðukonur faðmaði hjartanlega,
alþýðubörn ég eignaðist hér og þar.
— Alþýðuböll og alþýðunámskeið sótti
alþýðubrjóstvit löngmn nægja þótti,
og alþýðlegur í alla staði var.
En alla daga smátt úr býtum bar ég,
blásnauður æ og litilsmetinn var ég.
Alþýðan virti einskis mína fórn.
— Loks gaf ég frat í fjandans alþýðuna
frá mínu brjósti leið upp hógvær stuna;
Hvíslaði að Emli: „Ég skal vera í stjórn“.
Framh. á bls. 40.