Spegillinn - 01.02.1959, Page 19
SPEE3ILLINN
43
Komið þið sæl og blessuð
aftur!
Þættinum hafa borizt mörg
bréf, þar sem unga fólkið læt-
ur í ljós ánægju sína yfir því
að fá fastan þátt fyrir sig, sér-
staklega, hér í blaðinu. Piltur
austur á Jökuldal skrifar okkur
og segir m. a.: „ , , , og svo
væri gaman að fá að fylgjast
með nýungum í kvikmynda-
heiminum, já, og bílaiðnaðin-
um. Sömuleiðis væri gaman, ef
þátturinn gæti frætt lesendur
sína dálítið um heimsfræga
menn, t. d. íþróttamenn, list-
dansara, dægurlagasöngvara,
rokkara, boxara o. fl. Ég hef
áhuga fyrir öllu slíku".
Þátturinn biður að heilsa
Jökuldælingnum, og tekur ósk_
ir hans til athugunar.
Gunna í Hreppunum og Bíbí
á Flateyri sendu okkur ágæt
bréf, sem við þökkum kærlega
fyrir, en því miður höfum við
mynd af Presley ekki við hend_
ina núna, athugum það seinna.
Lóa í Vestmannaeyjum og
Gæi á Melrakkasléttunni: Rúna
ráðholla hefur bréfin ykkar til
athugunar.
Þá snúum við okkur að dæg-
urlagatextunum, og nú vill þátt-
urinn efna til samkeppni meðal
lesenda sinna um bezta lagið
við eftirfarandi texta, sem N.N.
sendir okkur. Gerið þið svo vel,
hér er texti N.N.:
Og nú getið þið sem sagt
spreytt ykkur á að semja lag
við textann, en lögin má senda
okkur beint, eða þá tónlistar-
deild ríkisútvarpsins.
* * *
Um daginn hitti tíðindamað-
ur þáttarins einn af kunnari
gæjum bæjarins á Borginni og
átti við hann eftirfarandi sam-
tal:
— Hvemig liggur á honum í
kvöld, og hvað segja ungir
menn núna?
— Segja, hvað ætli maður
segi nema hitt og þetta, aðal-
lega þetta.
— Nokkuð að frétta úr
skemmtanalífinu ?
— Uss, nei, maður er orðinn
hundleiður á þessu öllu; sömu
pæjurnar hvert sem maður
ABBALÚ
(afríkanskt kvenheiti)
Abbalú, Abbalú,
elsku hjartans Abbabú,
Abbalú, Abbalú,
elsku hjartans Abbalú.
Ég er ekta íslendingur,
afríkönsk ert þú,
og ég bý í villu á Bingó-hill,
í bambuskofa þú,
og ég klæðist helzt í kuldaúlpu,
en kviknakin ert þú.
Samt elska ég þig, Abbalú,
Abbalú!
Ég veit þú hefur dansað lon og don
við Hottentotta Halanegrason,
en þú mátt ekki við mig vera reið,
þótt ég hafi kannski selt þér svikna skreið.
Abbalú!
Elsku Abbalú!
Mig vantar frú,
ég veit að þú,
ert einmitt sú,
sem hjartað kýs.
(Viltu mjólkurís?)
Abbalú, Abbalú,
elsku hjartans Abbalú.
Abbalú-