Spegillinn - 01.03.1966, Page 6

Spegillinn - 01.03.1966, Page 6
Vel klæddur «ift öll uekiliiTÍ | ífntMee^ í/feMf SIO'nMH '*'» TILLAGA um þjóðlegu sjónvarpsdugskra Kl. 07.00 Morgunhugvekja: Auður Eir hótar hinu versta, ef þú ekki breytir líferni þínu til hins betra. Kl. 07.20 Morgunleikfimi: Sýnikcnnsla Guðmundar Jóns- sonar, óperusöngvara, en hann bregður á leik, og mun almenningur glaðvakna. KI. 08.00 Morguntónleikar: Páll Isólfsson leikur á orgel Dóm- kirkjunnar — fjörug lög. Kl. 10.00 Veðurfregnir: Páll Bergþórsson segir veðurfréttir og spáir í bundnu máli, og teiknar lægðir inn á veðurkort. Kl. 12.00 Hressandi tónlist, svo að eiginmenn flýti sér al- mennt heim í matinn, t.d. mun Ómar Ragnarsson syngja „Lok, lok og læs,“ með látbragði. Eftir frétt- ir mun Þorvaldur Halldórsson syngja: „Allt í græn- um sjó“ nýjar stjórnmálavísur, sem eru líklegar til að verða vinsælasta lagið a.m.k. í sex mánuði. Kl. 13.30 Búnaðarþáttur: Gísli Kristjánsson fer í heimsókn í fjósið, og á viðtal við bændur, sem eru að moka flórinn. Sjáendur komast í nána snertingu við sveitastörfin, án þess að finna nokkra lykt. Kl. 15.00 „Við sem heima sitjum“: Jónas Jónasson stjórnar þættinum og spjallar húsmæður. Kl. 18.00 Tómstundaþáttur barna og unglinga: Jón Pálsson dundar við að líma frímerki í album. Ennfremur mun hann sýna eldspýtustokka. Fastir liðir eins og venjulega, Fréttaaukinn er úr Laugardalnum: Sigurður Sig- urðsson kemst í æsing við að lýsa spennandi hand- boltaleik á milli úrvalsliðs úr Félagi Sjónvarpsá- hugamanna og úrvals úr liði 600 stúdenta sem eru félagar í Mótmælum Ammerísku Sjónvarpi (skamm stafað MAS). Keppt er um hvort takmarka eigi útsendingar frá Keflavíkur-hermannasjónvarpinu. Kl. 21.00 Séra Emil Björnsson skýrir þátt Hitchcock. Að loknum þættinum syngur Dómkirkjukórinn út- fararsálm. Kl. 22.30 „Fyrr var oft í koti kátt“: Svavar Gess sprellar við landsfólkið með smáaðstoð, til miðnættis. Kemur öllum lýðnum í gott skap. Kl. 24.00 Dagskrárlok. Savannah-tríóið syngur „konHvísur“M 6 S p e g i 11 i n n

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.