Spegillinn - 01.03.1966, Síða 27
Úr
borðkróknum
— Hefurðu nokkuð athugað með
sjónvarpstækin, spurði frúin formála-
laust, þegar ég kom heim í hádegismat-
inn einn daginn.
— Nei, ekki neitt að ráði, anzaði ég
og fálmaði eftir Mogganum til að kom-
ast hjá frekari umræðum um sjónvarp.
— Nei, auðvitað ekki. En það er nú
komið sjónvarp hérna allt í kringum
okkur, og við erum að verða að við-
undri í allra augurn fyrir að vera ekki
búin að fá sjónvarp, sagði frúin og var
ekki á því að láta málið sofna umræðu-
laust.
— Já, góða, ég athuga þetta nú
strax á morgun eða hinn daginn, sagði
ég upp úr þingfréttum Moggans.
— Mig minnir nú, að þú hafir áður
ætlað að athuga málið á rnorgun, meira
að segja löngu fyrir jól, sagði frúin
miðlungi vinsamlega.
Og livar ætlurn við svo að hafa
sjónvarpstækið? sagði ég áhugalaust
upp úr þingsjá Tímans.
- Hvar? Auðvitað vio vegginn gegnt
hjónarúminu i svefnherberginu okkar.
Það er lang-heppilegasti staðurinn fyrir
það, sagði frúin með þvílíkum áhuga,
að ég þóttist sjá, að hún hefði þegar
þrauthugsað málið og þrælstúderað í-
búðina með tilliti til staðsetningar á
sjónvarpi.
— Humrn, já, það held ég nú líka;
en liefurðu lesið hvað þeir segja um
mjaðmavaggið ykkar hérna í Þjóðvilj-
anum? sagði ég til að losna við sjón-
varpsmálið af dagskrá.
— Ha? sagði frúin stansliissa.
— Já, það stendur hérna, að það sé
vísindalega sannað, að konurnar hafi
enga líkamlega ástæðu til að vagga
mjöðmunum, þegar þær ganga, sagði
ég-
— Ja, hérna, hafa visindamennirnir
nú ekkert þarfara að gera en rannsaka
göngulagið okkar kvenfólksins, sagði
frúin svo, og þótti lítið til fréttarinnár
koma.
- Þið gangið með þrælstíf lmén og
eruð svo stuttstígar, af því kemur vagg-
ið, sagði ég upp úr blaðinu.
- Hvers lags er þetta maður, er okk-
ur ekki frjálst að ganga eins og okkur
sýnist; nú og eitthvað rámar mig nú
í að hafa heyrt rómantízkar lýsingar á
seiðmagninu í göngulagi kvcnfólksins,
sagoi frúin dálítið spotzk.
Eg var nú kominn í Staksteina
Moggans og sagði ekkeft í bili, heldur
rýndi í blaðið og hnyklaði jafnvel brún-
ir ,eins og ég væri að !esa torskilda lífs-
speki. Svoleiðis les ég alltaf Stakstein-
ana. Frúin les þá aftur á móti aldrei.
— Teppið á holinu er alveg að verða
ónýtt; við komumst ekki hjá því að fá
nýtt teppi í sumar, sagði frúin, þegar
hún taldi að ég væri búinn að lesa
Staksteinana nægilega vel.
— Er það, já, sagði ég.
— Já, það er, og satt að segja hefð-
um við þurft að vera búin að fá nýtt
teppi á holið, þetta er orðið til hábor-
innar skammar, sagði frúin.
■— O, jæja, ég læt það nú allt vera,
sagði ég.
— Ekki spyr ég að trassahættinum
þínum, þegar heimilishaldið er annars
vegar.
Kannski þér finnist þá að svefn-
herbergið megi vera ómálað líka þetta
árið, sagði frúin allhvatskeytslega.
— Humm, nei, ætli það verði ekki
að klína á það einhverri málningu í
vor, sagði ég annars hugar.
- Mikið var. Nú og svo er þvotta-
vélin orðin alveg ónýt; þetta er rétt
ómögulðgt að jrvo í henni lengur; já
og hvernig var það rneð þessar hansa-
hillur, sem áttu að koma á auða vegg-
inn í stofunni; eru þær alltaf á leið-
inni, eða hvað? sagði frúin með tals-
verðri áþefð.
— Eiggur þeim svo mjög á, ég meina
svona alveg upp á dag, tautaði ég.
— Nei, ætli það sé ekki bezt að láta
alla hluti drasla eins og þeir eru, Jrá
liggur engu á; þá er hægt að lesa Stak-
steinana í næði urn hádcgið, og Austra
greiharnar og Tímaspekina i rólegheit-
unr á kvöldin, sagði frúin óþarflega há-
vær.
Svona, svona, kona, auðvitað
panta ég hillurnar í dag. Þú ættir að
líta á teppi ef þú ferð í bæinn eftir
hádegið. Nú og þvottavélin, — ja er
ekki bezt að fá sjálfvirkustu tegund sem
völ er á, góða? — nei, hver fj..........
ég er að verða of seinn í vagninn, sagði
ég og henti frá mér blöðunum og spratt
á fætur. Unr leið og ég fór út úr dyr-
unum harðákvað ég með sjálfum mér
að ganga í geðverndarfélagið strax í
dag.