Spegillinn - 01.07.1966, Síða 5

Spegillinn - 01.07.1966, Síða 5
Mörgum finnst ískyggilegt, að vinnu- friður skuli ckki vera tryggður lengur en til haustsins, og finnst það liggja í loftinu, að kosningar muni verða þegar í haust. Líklegt er a. m. k. framsóknar- menn verði aðilar að nýrri stjórn, og hætt er við að gengisfelling komi í kjöl- far nýrra kosninga. En skítt með það, þó að nú sé kannski eitthvað harðara í ári en stundum áður, þá hafa flestir það gott, og munu hafa það á meðan einhverjir nenna að tapa á því að fiska síld og á meðan við eigum stórvirkjan- ir og stóriðju í vændum. Það er einkennilegt fólk, sem hefir áhyggjur af því, þó nokkrum gömlum togurum sé lagt til hliðar af því að þeir bera sig ekki. Togaraútgerð er ekki lcngur liagstæð fyrir okkar hagkerfi, og það er leiðinlegt að við skuhim leggjast svo lágt að öfunda þær þjóðir, sem geta rekið togaraútgerð hér við bæjar- dyrnar hjá okkur, sem er einungis af því að þeir eru að drepast af fiskhungri og vesöld. Við ættum hins vegar að fagna því að erlendar fiskveiðiþjóðir telja sér hag að því að sækja okkur heim og hirða molana af allsnægta- borði (sbr. Kiljan) voru. Vér þurfum ekki alltaf að miða okkur við aðrar þjóðir á öllum sviðum. Vér erum sjálf- stæð og sérstæð þjóð, og okkur þarf ekki endilega að henta það, sem öðr- um þykir arðbært. Það er bara lágkúru- legt að apa allt eftir öðrum. Heimsóknir útlendra togara hafa aukizt allmjög í seinni tíð, m. a. hafa brezkir togarar heimsótt Akureyringa nokkuð, vinsamlega að mestu, þó að einhverjir hafi verið húðstrýktir í þeirri sambúð öðru hvoru. Heyrzt hefir að brezki hafnarbærinn Hull hafi boðið Akureyri upp á að gerast vinarbær, og færi vel á því. Væri þá hægt að endur- gjalda heimsóknir Breta á liliðstæðan hátt. ísfirðingar hafa ekki farið varhluta af heimsóknum brezkra togara og má segja að brezkir togaraeigendur brauð- fæði orðið hluta af ísfirðingum og vona menn þar að heimsóknirnar lialdi á- fram þar til farið verður að byggja menntaskólann, því að þar reikna ísfirð- ingar með atvinnubótavinnu næstu 10 árin og er það talið langt plan þar vestra jwí Vestfjarðaráætlunin var aldrei nema til 5 ára. Rebbi. ALMENNARl TRYGGINGAR Pósthússtrœti 9, simi 17700 H Spegillinn 5

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.