Spegillinn - 01.07.1966, Qupperneq 18

Spegillinn - 01.07.1966, Qupperneq 18
AFMÆLISRABB Undanfarið hafa ísfirðingar verið að drauja af 100 ára af- mælishátíð sinni, með pomp og prakt Hafa þeir tekið þetta með nokkrum tilhlaupum, svo ðboðnir gætu jafnað sig af for- nemelsi milli atriða. Sýnir það hyggindi forráðamanna. Saynd- ar hafa ísfirðingar fremur ver- ið kenndir við hreysti en hygg- indi og lifað eftir hinu gamla boðorði: Sælla er að gefa en þiggjn — á kjaftinn. Létu þeir t.d. Arnfirðinga plata upp á sig Isafjarðarnafninu, sem Flóki gaf, sællar minningar. Arní'irð- ingum má svo segja það til hróss, að þeir lánuðu þeim (Juð- mund Hagalín, og skráði hann þar söguna af konunginum á Kálfskinni, sem bezt bók þótti um Norðurálfu heims á sinni tíð, enda eina skinnbókin, sern um getur hér hin síðari ár Mjög var til afmælisins vand- að og lögðust þar margir á eitt. Barþjónar gerðu verkfall og kváðust ekki sinna kvotli neinu um sinn. Réðust þá margir til farar í vesturveg, því að þar N ' / A vissu menn fyrrum ódáinslindir þær, sem aldrei þraut, og gáfu ísfiröingar höfuðtorgi sínu nafn þar af, smb. „Þú sæla heimsins svala lind, þú silfurskæra tár“. Aftur á móti var vegamála- stjóri hinn þverasti. Taldi hann hina mestu óþurft að því að þingmannabilum gerðist fær vegur um Þingmannaheiði. Væru svo margir vestur þar, sem gengju með þingmann 1 maga, að óþarft væri við að bæta. Hátíðin fór hið bezta fram og þátttaka almenn. Þó var roll- um bæjarbúa meinaður aðgang- ur að hátíðasvæðinu og urðu þær að hýrast uppi í hlíð þá daga. Þótti það mörgum all illt og mætti Ingólfur landbúnaður ekki á hátíðinni. Hins vegar mættu þeir Hannibal, bóndi 1 Selárdal og Sigurvin, bóndi á Rauðasandi, en þeir þykja báð- ir með helztu mönnum í bænda- stétt nú, er þó staðfesta þeirra með nokkrum ólikindum, og virðist hvor um sig hafa farið hina leiðina, því Sigurvin drep- ur seli en Hannibal er rauður. Allt fór friðsamlega fram og mæla það nokkrir að þá kyssti Hannibal á hægri kinn Sigurð- ar frá Vigur, þá er hann sló hann á kinnhestinn forðum, og hélt Hjálpræðisherinn þakkar- guðsþjónustu af því tilefni, en Menningar- og friðarsamtök kvenna hafa enn ekki tekið mál- ið fyrir á fundi. Skemmtiatriði þóttu takast með ágætum og var einkum rómaður einleikur á munnhörpu við undirleik lúðrasveitar. Er það nú von manna að Isa- fjörður verði sem fyrst 100 ára á ný. Rabbi. Ungt fólk með drulluvellu Það er óþarfi að óttast, að ís- lenzk menning standi höllum fæti og höfum vér nærtæk dæmi þess. að unga menn skortir ekki hugkvæmni né leikni að halda á penna sínum, né áræði til að varpa hugarfóstri sínu fram á sjónarsviðið. í Mbl. 29. júni sjáum vér i þættinum „Ungt fólk“ er skrifað m.a eftirfarandi: „í hjarta þorpsins þar ,sem allt er svo ógeðslegt húkir ein- hver viðurstyggilegasta forar- GefiSyð ur tíma ............................ til að lesa Spegilinn eða gera eitthvað annað skemmtilegt — Lótið vélarnar um vandann. NILFISK heimsins bezta ryksuga! ★ ★ ★ ★ * fljótvirkari fjölvirkari vandvirkari hreinlegri traustari vilpa sem um getur í veröldinni í liverri mætast allar skolpieiðsl- ur þorpsins spúandi solli og skorkvikindum i leðjuþrungið illvetnið vaxið daunverstu slím- plöntum jarðarinnar umvöfðum vannærðum álum framúr hverra nösum standa lúsugir ormar og holdsveikiveirur og yfir öllu sveima svo berklaveikar endur og holdsveikir svanir og gæsir með óaflátanlegan niðurgang. vilpa þessi þykir ákaflega fögur. enn er þessi sami meinleysis- dagur og meðfram tjörninni sitja skáld og snúa sér hörpustrengi úr slíi og leika á með hanzka- klæddum höndum þnnig að úr verður ein allsherjar drulluvella Það er ánægjulegt að þjóðin skuli eiga unga menn, sem troð i nýjar slóöir á bók- menntasviðinu. Hvar skyldum við svo sem gera með stóra upp- haísstafi né kommusetningu Er þar ekki aðeins um að ræða I- þyngingu á móðurmálsnámi, sem ekki gengur of vel, a.m.k. hjá sumum. Þessi ungi maður fer vel af stað. Það er gott vegarnesti fyr- ir upprennandi „rithöfund" að sýnast svolítið skrýtinr Kannski er þarna á terðinni næsti jólabókarhöfundur Ragn- ars í Smára. Úrval annarra heim ilistækja sem létta störfin og fjölga tómstundunum. FÖNIX FYRSTA FLOKKSl FRÁ SÍMI 24420 - SUOUP'WTU 10 18 S p e g 1111 ,i n

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.