Spegillinn - 01.07.1966, Qupperneq 19

Spegillinn - 01.07.1966, Qupperneq 19
Fjör í EYJUM Það er alltaf sama fjörið í Eyjum. Þar veiðist síld og húm- ur — og obbolítið í soöið af ýsu. Þorskurinn hefur yfirgefið ey- verja, en þeir liafa sem ýmsir aðrir dyggilega hlýtt þeirri kenningu eins fræðings vors að það væri um að gera að drepa sem mest af þorskinum, því ann ars yrði hann sjálfdauður. Þetta reiknaði fræðingurinn út af stofulærdómi sínum, sem er mikill. Er ekki vitað, að meiri reikningskúnst hafi beitt verið síðan Sölvi heitinn reiknaði krakkann í kvensniftina forðum af hyggjuviti sínu. Hefur nú verið hljótt um kenningar þeirra félaga beggja um hríð. Mesta fjörið er þegar Ný Viku- tíðindi koma í plássið. Þá mynd ast biðraðir við öll söluop. Þetta stafar af hinni æsispennandi skáldsögu Mafiubærinn, sem hefur haldið lífinu í blaðsneyp- unni undanfarin misseri. Er nú hald manna, að Agata gamla Christie sé nú mjög uggandi um sitt góða rygti meðal íslenzkra lesenda. Nú hafa þeir í Eyjum sam- þykkt að opna vínhöndlun sína á nýjan leik. Verður þá áfengis- útsalan í pósthúsinu flutt þaðan við hátíðlega athöfn. Er oss tjáð, að Ingólfur póstmálaráð- herra og póstfulltrúinn muni flytja ræður viö það tækifæri, enda mennirnir báðir málglaðir í betra lagi. Þá er í ráði að bjóða nokkrum fulltrúum vina- bæja á Norðurlöndum. Þá ku þaé hafa gerzt tíðinda þar úti, að sjónvarpssali nokkur klifraði upp á ofurhátt fjall einn morgun. Þar varð Freist- arinn á vegi hans, eins og skeð hefur fyrr og frá er sagt í helg um ritum. En sá var munurinn, að tíví-maðurinn féll fyrir freist- aranum. Hann leiðbeindi geisla hins blessaða dátasjónvarps yfir sinn lýð, enda þótt þetta væri heilög kú Landssímans. Höfðu útskersbúar lengi horft á stein- dauða imbakassann og þótt tóm- legt að vonum, sáu ekki einu sinni stillimynd VÞG hvað þá meir. Gaf nú á að líta hinar dæilegustu myndir á skermin- um, að vísu með ferlegum skjálfta sem líktist eldglæring- um. Hófst nú hið ægilegasta kapphlaup um hnossið, sem von legt er, og mega menn vart vatni halda af hrifningu. Er oss fortalið, að litið sé á fjall- göngumanninn sem sanna frels- ishetju og í ráði að bæjarstjórn- in gangist fyrir að reisa af hon- um bursta á fjallinu. En það eru sögð mestu vand- ræði með bæjarstjórann. Það vill enginn vera bæjarstjóri. En í Hafnarfirði sóttu svo margir, að bæjarstjórnin vildi ekki gera upp á milli umsækjenda, svo hún réði engann þeirra ,en grát bað gamlan Vestmannaeying að taka að sér djobbið, hvað hann og gerði með nokkrum semingi. Er oss tjáð, að Eyjamönnum finnist þeir eigi hönk upp í bak- ið á Fjörðungum fyrir þetta klækibragð. Hafa þeir fullan hug á, að krefjast þess af Hafn- firðingum, að þeir láni þeim einhvern lysthafendanna þar. Er þó talið meira en vafasamt að þeir vilji fá Eirík fyrrver- andi skattstjóra þeirra, því að þeir kæri sig ekki um fleiri sér- menntaða menn i skattaálögum. Þykir útsvarsskrá hins nýja bæjarstjórnarmeirihluta bera með sér, að sérfræðinga sé ekki þörf. —————— AXMI . annað ekki b p e g 1111 n rt 19

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.