Spegillinn - 01.07.1966, Qupperneq 20
FRÉTTIR ÚR KARDEMOMMUBÆ
Mestu látunum er nú loks að linna
suður í Hafnarfirði. Bæjarstjóri feng-
inn til frambúðar, sem fiestir geta við
unað, aðrir en þeir sem ekki geta sæzt
á nema sjálfa sig. Hefði næstum allt
verið fallið í Ijúfa löð, ef ekki hefðu
reykvískir, af kvikindisskap einum sam-
an óhreinkað vatn þeirra Hafnfirðinga,
þá loksins að þeir hafa nóg vatn fram
á sumar Töldu Rcykvískir vatnsbólið
vera baðstað, enda engar hegðunaregl-
ur á staðnum Má þó tcljast að sumu
leyti praktískt að geta tvínotað sama
vatnið, þó að æskilcgra væri, a.m.k.
fyrir Hafnfirðinga, að hafa þann hátt
á að þeir drekki vatnið fyrst, en Reyk-
víkingar baði sig í því síðan. Þetta er
nú einungis fyrirkomulagsatriði, sem
ætti að vcra auðvelt að ráða fram úr.
20 Spegnlinn
Mörg eru vandamál Kardemommu-
bæjar, þrátt fyrir að mannval mikið
vildi leysa allan vanda.
Margt er sérstætt í Kardemommubæ,
m.a. er þar nunnuklaustur, sem mun
hafa verið byggt þar ,vegna þess að
þar væri meiri ró, og meiri hvíldar að
njóta, en meðal annarra byggða á land-
inu og þó víðar væri leitað. En nú hafa
hinar rólyndu nunnur fengið annað að
reyna, þrátt fyrir ókleifan múr, sem
bægja átti frá forvitnum augum van-
helgra. Upp hafa risið byggingar við
klausturvægginn, þannig að klaustur-
múrar verða eigi lengur skjól klaustur-
meyja sem skyldi. Þykja þessar bygg-
ingar ótímabær frumhlaup, en samt
vildu sumir hækka enn byggingar sín-
ar yfir múrinn, cn nýkjörnir forystu-
sauðir Kardemommubæjar hafa spyrnt
fast á móti frekara frumhlaupi. Heyrst
hefir að safnaðarprestur sé meðal þeirra
sem hagsmuna hafa átt að gæta, en
það hefir lengi við loðað í landi voru
að prestar þættu harðdrægir á verald-
legu sviði, þótt átakalitlir væru á hinu
andlega. Er einnig svo í Kardemommu-
bæ. Klerkur vildi upphækka hús sitt
og sinna, og hefir kannski lofað að
kíkja ekki oft yfir vegginn, enda slíkt
vart sæmandi, en veraldlegir nýkjörn-
ir jrjónar Kardemommubæjar létu sér
ekki segjast, þrátt fyrir umtölur klcrks.
Svo harður var aðgangur kcnnimanns
gagnvart einum fyrirmanni Karde-
mommubæjar, sem ekki lét sér segjast,
að klerkur taldi neðri byggðarvist vísa
vegna drengskaparleysis við sig, að hér-