Spegillinn - 01.07.1966, Síða 23

Spegillinn - 01.07.1966, Síða 23
„RÁÐLEYSINGI í RÁÐHERRASTÓU' „Alþýðuflokkurinn fer með stjórn sjávarútvegsmála og hef- ur því tekið á sig ábyrgðina af hruni togaraútgerðar á íslandi. Ýmsir höfðu gert sér vonir um að hinn ömurlegi hlutur flokks- ins í þessum málum kynni að skána þegar Eggert Þorsteins- son tæki við húsbóndavaldinu í sj ávarútvegsmálaráðuneytinu af Emil Jónssyni. En ekki er ann- að sjáanlegt en að Eggert ætli einnig a ðreynast alger ráðleys- ingi í ráðherrastóli“. (Þjóðv. 9. júlí). Barátta hinna verst launuðu? Eitt er það verkfall, sem öðr- «m slíkum fremur hefir vakið (verðskuldaða?) athygli, en það er verkfall þjóna. TaliÖ var, og er ekki mótmælt að ekki hafi aðallega verið um kjörin deilt, enda almennt talið að þjónar hafi yfirleitt meiri tekjur en þeir sem þeir alla jafna veita beina. Hins vegar er aðallega um deilt hvernig haga skuli starfi, og þjónar geri upp seldar vörur sínar til veitingahússeigandans. Það er svo i þetta sinn, að um er deilt, hvor valdið hafi, og hvor skuli skipta arði, en nú finnst oss skörin hafa færst upp á bekkinn, þvl að nú sjáum vér ekki betur en verið sé að skipta „ránsfeng", a.m.k. í sumum til- fellum. Sú var tíðin, að þjónar gerðu reikning gagnvart húsbónda sln- um fyrir hverja flösku, eða stimpluð í kassa, eins og það er orðað I umræðum um málið, en ein flaska á að vera 18 sjúss- ar útseldir. Nú fer það orð af, að oft verði siússar allt að 20 úr flöskunni, án þess að við- skiptavinirnir hafi möguleika á að fylgjast með því. Veitinga- salinn hefir þá heldur ekki möguleika á að fylgjast með að rétt sé í drykkjurútana mælt, þó að veitingasalinn fái skömm- ina af illa mældum sjússum, ef upp kemst. Þykir mörgum, að þó það sé aukin vinna fyrir þjóna að stimpla 1 kassa hvern seldan sjúss, að þá sé ástæðulaust að minnka aöhaldið að þjónum, sem reynslan hefir sýnt, að er sízt of lítið, Sem betur fer eru enn margir veitingasalar sem ekki kæra sig um að hirða hagn- að af sjússum, sem þeir ekbi hafa selt, og þess vegna er á- stæðulaust, að taka af þeim möguleikana á að fylgjast með því, sem þjónar þeirra selja. Þjónar hafa aðeins rýrt álit sitt gagnvart lýð öllum með ó- sanngjörnum kröfum, því að allir vita að þeir hafa mann- sæmandi kjör, miðað við flest- ar aðrar stéttir, eins og vera ber. Elskið því vinnufriðinn og látið væringjar niður falla. Skaðinn verður bættur meS auknum viðskiptum ánægðari kúnna, sem óspart munu neyta guðaveiga hjá þeim þjónum er nenna að vinna. S p e g 1111 n ti 23

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.