Spegillinn - 01.07.1966, Page 27

Spegillinn - 01.07.1966, Page 27
„Andskoti var fjörugt í Eyjum út af sjónvarpinu, maður“. „Þeir mættu nú líklega hafa sjón- v;trp, eins og aðrir greyin“, svaraði ég tomlega. „Varla verða Vestmannaey- mgar næntari fyrir vestrænum áhrifum <-n við Reykvíkingar“. „Það er nebbnilega það sko, út- Kjálkafólk er ntikið næmari fyrir slæm- nm erlendum áhrifum, en við í Reykja- vík, sem erum mikið heimsborgaralega sinnaðir í eðli okkar“. „Heyrðu annars, ertu ekki vestan úr Aðalvík“ ,spurði ég áður en ég vissi af, Pví mig minnti að ég liefði séð rakar- ;ntn minn á familíumynd í Amardals- ættinni. „Jú, en blessaður vertu, ég er búinn að vera fyrir sunnan í þrjátíu ár, og tnaður hefir mikið breyzt, — mikið breyzt, maður“, sagði rakarinn minn sannfærandi. „Á að taka mikið ofan ;d, eða bara taka í kring“? „Bara taka í kring og jafna bartana. I»að veitir ekki af fyrir Verzlunar- ntannahelgina, að líta sæmilega út. Kannski fer ég líka á þjóðhátíðina í Kyjum, til að athuga hvort þeir eru á hæíilega mótttækilegu menningarstigi fyrir ammerískt hermannasjónvarp11, Sagði ég um leið og ég gaut augunum :t rakarann ntinn. „Eg skal nú bara segja þér það, að það er allt annað, hvort sjónvarpið er látið sjást bara hér í Reykjavík, eða hvort þessi fjandi er látinn flæða yfir allt landið, yfir misjafnari alrriúgann". Kakarinn rninn dæsti. „Ég get varla séð nokkurn mun á því, úr því 100 þúsund manns hér í Keykjavík og nágrenni horfa á sjón- Varp, þó að fimrn þúsund hræður í Vestmannaeyjum bætist í hópinn“, sagði ég, og reyndi að tala bara ró- lega. „En þegar það er bannað, þá eiga þeir ekki að hafa leyfi til að horfa á það. Það er sko menningarlegt atriði að menn geri ekki það sem þeir ekki ntega, og þess vegna bannar Gylfi, menntamálaráðherra að Vestmannaey- ingar horfi á sjónvarp. Enda hafa sjó- menn ekki gott af að horfa rnikið á slagsmálamyndir“. „Þeir hafa nú kunnað að slást sjó- ararnir um allt land, þó að þeir hafi ekki lært það í sjónvarpinit. Enda hefi ég heyrt, að kommarnir í Sjómanna- sambandinu ætli að heimta sjónvarp í hvern fiskibát fyrir næstu vertíð, og láta það í sanmingana næst. Þeirn veit- ir sko ekki af, karlagreyunum, að hafa eitthvað til að ltorfa á, þegar ekki er róið um helgar, og svo er lögboðið að fækka netunum. Nema að sjónvarpinu verði lokað fyrir öllum“. „Kemur ekki til mála“, sagði rakar- inn minn einbeittur. „Hlunnindi sem við Reykvíkingar höfum notið um ára- bil, má ekki taka af, það er að minnsta kosti vissara fyrir þá, að gera það ekki fyrr en eftir næstu alþingiskosningar“. Eg gizkaði á, hverjir þessir þeir mundu vera og bætti við: „Eg hefi meira að segja heyrt að aðalkosninga- brella Ingólfs á Hellu sé að skaffa öll- unt „sínum“ möguleika til að horfa á sjónvarp, og ætlar hann að vera búinn að láta loftnet á Ingólfsfjall fyrir jól, svo að það verði hægt að horfa á sjón- varp austur á Hellu, og jafnvel austur á Hvolsvelli. Ég er viss um að þetta hefir mikið meira að segja í kosningun- um, heldur en þó mjólkin yrði hækkuð um nokkra aura“. Nú sá ég að rauðir dílar voru komnir í kinnarnar á rak- aranum mínum. Samtalið var nú truflað af strákum nteð cow-boy hatta og skammbyssur, og klúta bundið fyrir niðurandlitið. Þeir opnuðu dyrnar og miðuðu hvell- hettubyssunum inn unt dyrnar og hrópuðu: „Nú skjótum við helvítis rak- arann og hengjum þennan gangster, sem situr í stólnum“. „Þarna sérðu, hvort þeir hafa ekki orðið fyrir vestrænum áhrifum þessir“, sagði ég og leit á rakarann minn. „O, blessaður, það er bara til bóla, hér áður voru þeir haldnir norræn- um áhrifum, og þá hentu þeir sko grjóti og mölvuðu rúðurnar, og kveiktu í strigapokum og hentu þeint síðan inn um gluggann og þóttust vera að halda Njálsbrennu“. KVENNAÞOKKI Árleg fegurðarsamkeppni kvenna er nýlokið, en sú sam- keppni hefir verið háð snemma sumars, eins og hver önnur vor- verk. En hróður keppninnar hefir farið síminnkandi því mið- ur, því mörgum hefir þótt gam- an að, karlmönnum til forvitn- is, en konum til öfundar. Þessa árs „drottning“ var barnung, svo að hún fær vart aðgang að samanburðarsýning- um meðal annarra þjóða. Var hún spurð spjörunum úr, og kom hún til dyranna eins og hún var klædd, því að hún svar- aði spurningum blaðamanna um íslenzka karlmenn á þá leið, að framkoma þeirra væri afar á- bótavant og að þeir væru mjög ókurteisir. Blaðamenn hafa líklega gleymt að spyrja um, hvaöan hún hefði reynslu sína, ekki eldri en hún er?

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.