Spegillinn - 01.03.1970, Page 11

Spegillinn - 01.03.1970, Page 11
SMÁAUGLÝSINGAR Maður vanur húsa-, skipa- og kirkjumálun óskar eftir starfi. Upplýsingar að Tjarnargötu 20, eftir út- sendingu Keflavíkursjón- varpsins. Flýttu þér hægt . . . ráð- leggingabók Steingríms Sigurðssonar listmálara og rithöfundar er komin út. Að gefnu tilefni vil ég taka fram, að ég tek ekki að mér útvegun vafasamra danskra bókmennta, þar sem það samrýmist ekki því embætti, er ég hef tekið við. Vænti ég þess, að bréfaflóði þar að lútandi linni brátt. S.B. Kaup- mannahöfn. Námskeið í múrverki fyrir flatningsmenn verður hald- ið í húsakynnum fiski- mjölsverksmiðjunnar. Fulltrúar sjávarútvegs- málaráðuneytisins. Húsmæður í Stóragerði at- hugið: Get enn bætt við mig sendiferðum á morgn- ana til kl. 14. Látið vanan mann annast mjólkur- og brauðinnkaup yðar. Veiti ennfremur tæknilegar upp- lýsingar um, hvernig ekki eigi að byggja, á skrif- stofu minni að Grafar- bakka 50 milljón, kl. 14-17. Þurfum að ráða fleiri for- stjóra og framkvæmda- stjóra. Æskilegt er, að um- sækjendur séu sköllóttir. íslenzka álfélagið. Viljum ráða nokkra hrausta varðmenn til gæzlu mannvirkja, þar á meðal sjónvarpsstöðvar. Varnar- liðið. Nýja félagsmenn vantar. Nefndastörf fylgja. Al- þýðuflokkurinn. Hin leiðin hefur týnzt. Finnandi vinsamlega skili henni á Hringbraut 30. Nýjar leiðir vantar til að hafa fé af opinberum starfs- mönnum. Upplýsingar hjá Höskolli í fjármálaráðu- neytinu. Gamall skipstjóri óskast til að fræða ráðherra um sjávarútvegsmál. Þarf að eiga auðvelt með að gera flókið mál einfalt. Upp- lýsingar í ráðuneytinu. Þurfum að ráða tíu töl- fróða menn til að annast talningu á nefndum ríkis- ins. Fjármálaráðuneytið. Tveir þingmenn hafa týnzt. Finnandi láti vinsamlegast ekki vita. Alþýðubanda- lagið. Óskum eftir liðugum sláttu- manni, sem kann ensku og dönsku. Ríkisstjórnin. Getum enn bætt við okkur til ýmissa starfa og nefnda- starfa nokkrum ungum gamalmennum, helzt við- skiptafræðingum. Æski- legt er, að viðkomandi séu ónothæfir í önnur störf og mættu gjarna vera fram- haldsmenntaðir erlendis að nafninu til. Fjármálaráðu- neytið. íslenzku dagblöðin vilja enn á ný minna þjóðina á þær skyldur, sem hún gegn- ir gagnvart hornsteinum lýðræðisins (lýðskrumsins). Tekið á móti framlögum á skrifstofu Fjársöfnunar- nefndar dagblaðanna. 11

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.