Spegillinn - 01.03.1970, Side 21
Segulþrýstilestækið, sem Spegillinn
hefur eignazt, og skýrt var vísinda-
lega frá í síðasta hefti, hefur verið í
stöðugri notkun síðan, eins og nærri
má geta. Höfum vér notað það til
að lesa á milli lína í minningargrein
nokkurri hjartnæmri og ástarbréfi,
er vér komumst yfir. Þá gerðumst
vér svo meinsamir að nota það til að
lesa á milli lína í leiðurum tveggja
dagblaða. En síðar munum vér koma
upp um aðra, svo að þessu máli ljúki
ekki fyrr en enginn hlær, nema Speg-
illinn.
I r minningargrein
Hjartkær tengdamóðir mín er borin
til grafar í dag.
(loksins, loksins, loksins, loksins)
Mig brestur orð til að lýsa harmi
mínum yfír fráfalli hennar.
(sjaldan hef ég fegnari verið um dag-
ana en einmitt núna)
Góðmennskan, hjartahlýjan, hjálp-
semin, gjafmildin, einlægnin,
(illmennskan, kaldlyndið, tilcetlunar-
semin, nízkan, falsið)
trúræknin, jafnaðargeðið og glað-
værðin einkenndu hana.
(hrœsnin, skapofsinn og leiðinda-
nöldrið einkenndu hana)
Og nú er þessi góða kona horfin sjón-
um okkar og ílutt á braut
(og nú er þetta illþýði loksins komið
til andskotans)
frá okkur að sinni, og við hittumst
ekki aftur hérna megin.
(sem betur fer og engin hcetta á að rek-
ast á hana framar)
Úr ástarbréfi
Kæri Jón!
(ég hata þig, Nonni)
Ég vona, að þér líði sem allra bezt
um borð í þessum togara.
(já, satt að segja máttu gjarna hafa þaó
gott, eins og ég)
Ég get ekki lýst því með orðum, hvað
ég sakna þín mikið.
(sjaldan hef ég verið fegnari á cevinni,
en síðan þú fórst)
Mig dreymir þig á hverri nóttu og þá
erum við aftur saman
(þú trúir auðvitað þessari þvcelu eins
og öllu öðru þvaðri)
eins og í gamla daga. Ég tel dagana,
þangað til þú kemur.
(það er verst, hvaðþeir eru alltof, alltof
fáir dagarnir)
Stundum ligg ég andvaka uppíloft og
hugsa til þín, vinur.
(aðallega, þegar Siggi kemur í heim-
sókn og það er bara oft)
Vertu svo margblessaður, ástin mín,
(cejá, maður verður að segja þetta)
ég sendi þér þúsund kossa.
(og kyssi Sigga á meðan)
Þín Stína.
(Kristín)
Leiðari Alþýðublaðsins 12. febrúar
Endurnýjun togaraflotans er erfítt
mál,
(það sakar ekki að segja þetta enn
einu sinni)
fyrst og fremst af fjárhagslegum
ástæðum.
(nú ríður á, að kjósendur séu áncegðir
þrátt fyrir allt)
Hinir nýju skuttogarar eru orðnir svo
dýrir,
(þeir voru að minnsta kosti ódýrari í
gamla daga)
að enginn ræður við að kaupa þá, án
aðstoðar hins opinbera.
(þetta verða lesendur að vita, ef þeir
vita það ekki fyrir)
Samt verður að kaupa þessi skip.
(loforð kosta ekki neitt, nema erma-
fyllina)
En eðlilegt er, þegar svo er komið, að
hin opinberu
(ja, nú verður maður að vanda sig til
að gera öllum til hœfis)
útgerðarfyrirtæki, sem í rauninni eru
í eigu skattgreiðenda,
(er ég að skrifa í Alþýóublaðið eða
hvað.jú það er víst)
séu látin sitja í fyrirrúmi, þegar ráð-
stafað er
(lesendur eru hvort sem er svo gegn-
sýrðir orðnir)
opinberu fé til stofnkostnaðar nýrra
skipa.
(maður huggar sig við, að blaðið er
gefið út í fáum eintökum)
Leiðari Vísis 12. febrúar
Almenningur ræður.
(eóa hitt þó heldur)
Það er víðar en í Reykjavík, sem
sjálfstæðismenn
(maður neyðist til að hugsa um sveita-
varginn líka)
beita hinum sömu lýðræðislegu að-
ferðum við undir-
(lýðrœði er alltaf jafn fallegt oró og
nytsamt)
búning kosninganna. Reglurnar, sem
farið er eftir,
(þetta eru auðvitað afskaplega ó-
reglulegar reglur)
eru í megindráttum samdar af mið-
stjórn flokksins.
(þarna tókst mér vel til, að segja: í
megindráttum)
Þessar reglur eru í samræmi við þá
yfirlýstu stefnu
(þessar yfirlýstu stefnur eru nokkuð
margbreytilegar )
flokksins að opna hann sem allra
mest fyrir áhrifum
(að sjálfsögðu verður hann ekki opn-
aóur upp á gátt)
almennings. Þessa opnun eiga menn
að nota og stuðla
(eins gott, að lesendur taki þetta ekki
of alvarlega)
þannig að eflingu lýðræðis í landinu.
(góður endir og passar á lengdina).
LESIÐ MILLI LÍNA