Spegillinn - 01.03.1971, Blaðsíða 3

Spegillinn - 01.03.1971, Blaðsíða 3
LetÓari Hugir landsins barna hneigjast mest að holdinu í seinni tíð. í okkar uppdóbaða harðplastþjóðfélagi er það orðið hreint sáluhjálparatriði að hugsa um kropp- inn á sér. Gamli ungmennafélagsdemoninn grasserar nú afturgenginn í þjóðarsálinni. Það eru ekki lengur tápmiklir bœndasynir, sem ganga fram fyrir skjöldu með fagrar sálir í hraustum líköm- um, heldur sligaðir kontóristar og lífsreyndir rukkarar með flœktar sálir í feitum líkömum. Leiðtogar hinnar nýju hreyfingar eru allir úr hópi eftirstríðsáraaðalsins á mölinni. Staðfastir bisnismenn, nýgrónir af magasárum, langskólagengnir rukkarar og aðrir framámenn í efnahagsfiffi þjóðfélagsins, allt niður í launþega í bönkum. Þeir spretta á morgnana af springdýnum sínum fyrir allar aldir og viðra ásjónu sína í beru lofti, sínu eigin holdi til dýrðar og blessunar. Athafnir þessarar nýju hreyfingar hafa yfir sér ein- hvern guðlegan Ijóma. Menn ganga út á óbyggða staði og iðka trúarathafnir sínar, hlaup, hopp, bugtan og krop - og margt annað meinlœti. Þeim mun göfugra þykir meinlœtið, því verr sem sköpulag manna og vöxt- ur er til slíks fallinn. Margir eru reiðubúnir að fórna lífi sínu hinu nýja trúarkerfi. Ríkisstjórnin hefur ekki þorað annað en viðurkenna þessa nýju trúarhreyfingu. Hún hefur látið þau boð út ganga, að nú skuli allir hlaupa, vilji þeir halda lífi og limum, en verða aumingjar ella. Engin hjáleit markmið mega vera samfara þessum trú- ariðkunum, svo sem vinna, sendiferðir, skemmtigöng- ur, fjallgöngur, snjómokstur, gluggaþvottur, ekki held- ur húsbyggingar, uppvask, ryksugun, blómaúðun, né nokkuð slíkt, allra sízt útrás kynferðislegra nautna, hversu svo sem þœr brjótast út. Nei. Trúin á að vera fyrir trúna, trimmið fyrir trimmið, trimmsins vegna. Þú verður að gefa því sinn tíma og sinn tilgang. Hin nýja trúarbragðahreyfing hefur mikla útgáfustarfsemi með höndum á trúarritum, testament- um og biblíum hinnar nýju trúar. Þetta er upphaf að enn stórfenglegri byltingu. Byltingu, sem menn hefur dreymt um allt frá því þeir fóru að leita sér skjóls fyrir kulda og búa um sig í híbýlum. Afturhvarf til náttúrunnar. Og það er alls ekki óeðli- legt, að þeir, sem hafa fórnað mestu í híbýli sín og veraldlegan munað, séu nú ákafastir á flóttanum. Spegillinii SAMVIZKA ÞJÓÐARINNAR Spegillinn kemur út 10 sinnum á árinu 1971. Áskriftargjaldið, 420 krónur, greiðist í febrúar. I lausa- sölu kostar blaðið 60 krónur með söluskatti. RITSTJÓRi: Jón Hjartarson. Sími 20865 kl. 17-19, þriðjudaga og fimmtudaga. AÐALTEIKNARI: Ragnar Lár. Sími 83065. BRAUTARHOLTI 20, pósthólf 594, sími 20865 kl. 14-17 daglega Filmusett og prentað í Lithoprenti. 5 Allt þetta gerði ég, Viðtal við Jón á Laxamýri. 7 Þingeyingaljóð 9 Smáauglýsingar. 10 Mun þeim bætast annar Ólafur. Viðtal við Álf Engifers. 13 Á afmæli snillings, Ijóð. 15 Óeðlilegir dauðdagar. 19 Úr gömlum Spegli 20 Voða verður gaman þegar við eigum afmæli. 21 Ólíó íslendinga. 22 Sjónvarp Spegilsins. 24 íslenzkt vögguljóð á mörsugi. 25 Orð af gefnu tilefni. Orðuveitingar. 26 Hjónin í húsinu sínu. 27 Getraun Spegilsins. Pósthólf 594. Árétting úr dölum. 28 Andvökunótt Erlends. 29 Hvatningarorð. 30 Stjörnuspá. Stokkhólmsbréf.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.