Spegillinn - 01.03.1971, Síða 7
Þingeyingaljóð
Nú skal ort um þá Mývatnsmenn,
margar hvar gerast sögur.
Sitthvað hreytist, þó er þar enn
útináttúran fögur.
Meðan um sveitir beggja blands
bögur hávœrar fjúka,
verndi þar allar vcettir lands
Vindbelg og aðra hnúka.
Lœtur frá hœstum hefðartrón
Hermóður boð út ganga:
Otterstedt jafnt og önnur flón
iðka háttsemi ranga.
Uppvœgur ég til ykkar kem,
ef þessir djöflar vilja
rífa burt grös og runna, sem
rollurnar eftir skilja.
Þjóðin er öll á flugi og ferð
fossa og grös að verja.
Kempur hnútum og kvœðagerð
kasta í þá, sem herja.
Iðka spjaldburð og orðafar
allir, sem ganga og skokka.
Konur við sögu koma þar,
klæddar í rauða sokka.
Eigi hrœðumst við orðin grimm.
Eftir mun gnægð af ráðum.
Svo verða þessir 65
settir í tugthús bráðum.
Raknar úr málsins rembihnút,
rýmkast í sölum finum.
Herrarnir syðra hleypa út
Hraun- og Stein-búum sínum.
,,BIessuð sértu (nú) sveitin mín
sumarfögur með leirinn,
,,engið,fjöllin (og) áin þín“,
angandi morgunþeyrinn.
Jafnan ef einhver auðvaldsblók
yfirgang fer að sýna,
standi þar einsog stafur á bók
Starri og Jakobína.
Björn