Spegillinn - 01.03.1971, Side 9
SMÁAUGLÝSINGAR
Tek að mér að telja fram til
skatts fyrir lögfræðinga.
Sigurður skógarvörður.
Okkur er ljúft og skylt að
banna allan flutning á verkum
okkar í norska ríkisútvarpinu.
Þeir færu þá kannski að biðja
um eitthvað frá okkur.
Rithöfundasamtök íslands.
Lofið þreyttum að sofa og
bannið þeim það ekki, því að
þeir munu vizku hljóta.
Jón Skaftason.
Áður en ég tek að mér að
bjarga þjóðinni, vil ég skrif-
lega skuldbindingu Vegagerð-
arinnar um, að hún kaupi ekki
vegavinnuvélar í sex ár, Hafn-
armálaskrifstofunnar, að hún
kaupi ekki fjarðalokunarvélar
í sex ár; og stjórnmálaflokk-
anna, að þeir taki ekki í sex
ár upp hugmyndir mínar um
nýtt stjórnkerfi á íslandi.
Sverrir Raunólfsson.
Sé um að taka á móti tilboðum
í verk á vegum Pósts og síma
og samgöngumálaráðuneytis-
ins. Réttur áskilinn til að taka
hæsta boði eða hafna öllum.
Ingólfur.
Hér með vottast, að sýslumað-
ur Húnavatnssýslu hefur næga
greind til að sjá mun á dauðri
hryssu og ófæddri.
Björn ríki á Löngumýri.
Héðan í frá eru öll ummæli um
lögfræðinga bönnuð í ríkisút-
varpinu. Bannað er að ræða
um þá sem stétt og sem höf-
unda, hvort heldur er höfunda
skattaskýrslna eða höfunda út-
varpsþátta.
Útvarpsráð.
Vantar hentuga stöðu handa
Þórarni Þórarinssyni ritstjóra,
sem ég þarf að koma í frí á
næsta ári.
Tómas um-Tíma-ritstjóri.
Við viljum fá að komast í
sjónvarp og enginn á að fá það
nema við.
Félag alvörulistmálara.
Þegar ég stakk upp á fjárveit-
ingu í nýjan gagnfræðaskóla í
Mosfellssveit, átti ég ekki við
þennan venjulega gagnfræða-
skóla, sem þar er, heldur gagn-
fræðaskóla fyrir huldufólks-
börn.
Jón Skaftason
í Sparisjóðnum.
Tek að mér að létta verktökum
heimreiðarinnar frá Reykjavík
að Hellu raunir þeirra með
því að láta vörubílstjóra á Sel-
fossi taka hluta af verkum
þeirra í reikningsvinnu.
Ingólfur.
Það vottast, að vinstri viðræð-
urnar gengu vel. Einu sinni
tókst að ná öllum saman, og
það þurfti ekki einu sinni að
kalla til lögreglu.
Gylfi.
Hér með tilkynnist, að hér
eftir munu engir fá listamanna-
laun, nema þeir hafi náð sjö-
tugsaldri og hafi einhvern-
tíma fengizt við búskap eða
verið ritstjórar dagblaða.
Helgi Sæm
og Halldór á Kirkjubóli.
Framtakssamur maður, sem
vill koma þessu FÍB fyrir katt-
arnef, getur fengið að laun-
um hundraðshlut í umfram-
skatti bifreiðaeigenda, sem
nam 726 milljónum á síðasta
ári.
Lesið veðurspár vorar og skýja-
ferðir í Tímanum.
Glókollur og Álfur úr hól.
Skrifið vinsamlegast undir á-
skorunarskjal til mín um, að
ég fari í framboð utanflokka
í vor. Ég mun taka áskorun-
inni, ef þátttakan í henni verð-
ur ekki minni en hinn frábæri
stuðningur, sem Kópavogs-
menn sýndu mér í prófkjörinu
í haust.
Sigurður Helgason
spariráðsmaður.
Vantar tilfinnanlega fleiri og
æðisgengnari ævintýri til að
lenda i. Vantar landið allt fyr-
ir áætlanir mínar, þar á meðal
ríkissjóð og forsetaembættið.
Ég fer úr landi, ef ekki verður
gengið að kröfum mínum.
Sverrir Raunólfsson.
Höfum opnað nuddstofu í flug-
málaráðuneytinu.
Loftleiðir hf.
Sérfræðingur í mati á lista-
mönnum. Tek að mér að á-
kveða hvers kyns verðlaun og
starfsstyrki til listamanna,
hvaða nafni, sem þeir nefnast,
hvar í kratahreyfingunni, sem
þeir standa. Látið vanan mann
meta yður til fjár.
Helgi Sæm í úthlutunarnefnd
listamannalauna.
Helgi Sæm í úthlutunarnefnd
starfsstyrkja.
Helgi Sæm i úthlutunarnefnd
verðlauna Norðurlandaráðs.
Helgi Sæm í úthlutunarnefnd
rithöfundasjóðs ríkisút-
varpsins.
Tek að mér að drepa flugfélög
fyrir hóflega borgun.
Jónas Guðmundsson
stýrimaður.
Vér erum forustusveit einka-
framtaks og frjálsrar sam-
keppni.
Sölumiðstöð Hraðfrystihús-
anna og
Stefán Gunnlaugsson.
Þeir, sem halda því fram, að
ég hafi stolið Skjónu fyrir 13
árum, eru greinilega áhang-
endur þjófamafíunnar, sem of-
sækir mig.
Björn ríki á Löngumýri.
Ef yfirmenn á togurum stein-
hætta ekki allri Hermóðsku í
sambandi við launamálin, sjá-
um við oss tilneydda til að
gefa upplýsingar um ýmsar
aukasporslur þeirra, án þess að
nokkuð sé gefið í skyn.
Bjórútgerð Reykjavíkur.
„Þeir vildu mig ekki en vildu
mig samt“, heitir óður Jónas-
ar Péturssonar til Austfirðinga.
Gefin út á kostnað LÍV.
Landssamband íslenzkra
Hermannssona.
Vanur maður óskast til fiður-
hreinsunar.
Ásberg Sigurðsson.
Lofið Ástralíuförunum að
koma til mín og bannið þeim
það eigi.
Jóhann forsætis.
Tékkhefti tapaðist í Vatns-
mýrinni fyrir 13 árum. Skil-
vís finnandi hafi samband við
undirritaðan, en alls ekki við
Leif Magnússon.
Agnar Koefod.
Ingólfur.