Spegillinn - 01.03.1971, Qupperneq 10

Spegillinn - 01.03.1971, Qupperneq 10
Mun þeim bætast annar Ólafur Viðtal við Álf Engifers Spegillinn sendi á dögunum blaðasnáp sinn einn til þess alræmda Álfs Engifers, spámannsins marg- kunna, að inna hann frétta. Álfur býr eigi langt frá borginni innan um fátækt fólk, sem varla hefur laun á við vinnukonur, en hefur fyrir náð og miskun hins opinbera fengið að byggja sér hús, lítil, út við sjá, þar sem nes gengur fram, lítið og lágt, gróið lambagrasi og mosa. Spegilssnápur smyglaði sér þar fram hjá Kolbeini milli stafs og hurðar. í durum úti mætti snápur tveim mönnum, sem báru milli sín körfu, hvar í lá kona í öngviti. Þeir voru á leið með hana út í ambúlans, sem stóð þar á hlaði. Spegilssnápur fann Álf í kamesi sínu uppi undir glerkúluþaki einu, sem algengt er á húsum öreiga og láglaunafólks. Þar sat spámaðurinn keikur í stólnum, og lá opinn munnurinn og augun, sem störðu án afláts út í sótsvart myrkrið. Snápur þorði ekki að trufla seiðmanninn, sem auðsjáan- lega var í transi. Hann tyllti sér á hækjur sínar og beið í eina og hálfa klukkustund, unz Álfur virti hann loks viðlits. - Sæll, góði, sagði hann góðmannlega. Snápur: Sæll! Hvað sáuð þér svona merkilegt úti í myrkrinu? Álfur: Ekkert, góði maður, allsendis ekkert. Ég var að spá í hrútsmerkið fyrir næstu stjörnuspá Spegilsins. 10

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.