Spegillinn - 01.03.1971, Qupperneq 20

Spegillinn - 01.03.1971, Qupperneq 20
* Voða verður gaman þegar við eigum afmæli Einu sinni voru litlir strákar að leika sér saman í stórum, stórum sandkassa. Þetta voru sætir, litlir strákar, ekki hrekkjusvín, heldur góðir strákar, sem léku sér fallega: Matti: Heyrðu, Glókollur, hvað eig- um við að gera, þegar við eigum af- mæli? Glókollur: Við skulum byggja, Matti. Við skulum byggja sveitabæ, alvöru sveitabæ, alveg eins og við sáum á mynd í bókinni í skólanum. Matti: Ægilega ertu klár, Glókollur. Við skulum gera þetta. Við skulum fá hann Hörð með okkur til að byggja svona hús. En eigum við ekki að gera fleira ? Glókollw: Jú, við skulum byggja fleiri hús. Við skulum byggja hótel, stórt, stórt hótel, sem mundi taka alla gest- ina, sem kæmu að heimsækja okkur á afmælinu. Hann Gulli Rós sagði, að svoleiðis hótel væri svo gaman að byggja á Þingvöllum, þar sem við ætl- um að leika okkur, þegar við eigum afmæli. Matti: Við skulum hafa það stórt hótel, miklu stærra hótel en nokkuð hótel, sem við höfum séð. Heyrðu, Gló- kollur, svo skulum við líka byggja veg að húsinu, finan veg, sem við getum keyrt bílana okkar á og allir gestirnir geta keyrt á líka. Glókollur: Heyrðu, Matti, eigum við ekki líka að skrifa leikrit saman og láta Gulla Rós gefa okkur verðlaun ? Matti: Og líka kvæði til að syngja. Við skulum láta alla syngja, og Aski spilar undir. Guð, hvað ég hlakka til. Við skulum biðja pabba okkar að gefa okkur mikla peninga til að kaupa fyrir. Glókollw: Við skulum líka byggja hús úti í eyju, úti í Viðey, og láta alla, sem koma til okkar, fara þangað með bátum. Matti: Og við skulum biðja strákana að hjálpa okkur, alla stráka, sem við þekkjum. Við skulum byggja þjóðhýsi og alþingishús og stjórnarráðshús og Glókollw: Og við skulum láta skrifa um okkur bók, stóra, stóra bók, sem segir, hvernig við urðum til og allt. Matti: Ja-há, við skulum meira að segja fá hann Sverri til að skrifa svona bók. Hann hefur alltaf skrifað svo fallega um mig, hann Sverrir. Glókollw: Við skulum aldrei láta Óla Jóns skrifa um okkur bók. Matti: Uss! Glókollw: En hvað eigum við að gera sjálfir, Matti? Matti: Við stjórnum öllu. Þú átt að þykjast tala í símann og stjórna. Ég ætla að þykjast skrifa um það, sem við gerum, og halda ræðurnar. Glókollur: Eigum við nokkuð að leyfa hinum að vera með, sem ekki eru vin- ir okkar? Matti: Nei, bara við og Gulli og góðu strákarnir. Báðir: Voða verður gaman, þegar við eigum afmæli, liggaliggalá! 20

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.