Spegillinn - 01.03.1971, Síða 21
Vegna sérstöðu íslendinga meðal þjóða
heimsins, hvað gáfur snertir, hefur
ekki tekizt að koma neinum mælingum
við á greind þeirra. Allar tilraunir
Matta sál og annarra síkkópatara hafa
bara verið eins og hver önnur trix út
í loftið.
Sem dæmi um gáfnafar íslendinga má
nefna, að jafnvel sjálf ríkisstjórnin
undrast stórlega, að þjóðin skuli kjósa
þessa sömu ríkisstjórn yfir sig kosn-
ingar eftir kosningar. Ráðherrar skip-
uðu nefnd eftir síðustu kosningar til
þess að kanna þetta sérstæða gáfna-
far og hversu hægt yrði að mæla það.
Nefnd þessi hefur nú þegið laun í
hartnær fjögur ár og kemst hún að
þeirri niðurstöðu, að eina ráðið til
þess að mæla greind íslendinga sé að
mæla þá hver við annan. - Með aðstoð
tölvu Háskólans tókst að vinza úr
nokkra menn, sem höfðu þá lágmarks-
greind, sem unnt yrði að styðjast við í
mælingunum. Loks var valin úr ein
persóna, sem talin var bezt fallin fyrir
hið nýja kerfi. Greind þessarar persónu
hefur stuðulinn einn, sem er sú greind,
sem fólk kemst af með minnsta. Mann-
leg greind fyrir neðan þennan stuðul
mun að vísu finnanleg, en hún er þó
naumast mælanleg, enda ekki nema
örfá slík tilfelli til. Hið nýja kerfi hef-
ur verið skírt eftir þessari persónu,
sem fundin var vestur í Háskóla og
heitir það Ólíó-kerfið (nafnið nokkuð
stytt).
Spegillinn hefur nú ákveðið að slá
þessu ólíó máli á nokkra kunna lands-
menn, svona til fróðleiks og skemmt-
unar lesendum, og mun slíkum mæl-
ingum verða haldið áfram í næstu
blöðum.
10
S
4
3
2
i>í
1
o
■=r7
+2
+3
f----ibV'! M/£>Ug rfrTcJM
v/£> axjt/ myasö
AF VÓA/t Sf'AFr/f-
21