Spegillinn - 01.03.1971, Blaðsíða 25

Spegillinn - 01.03.1971, Blaðsíða 25
Orð af gefnu tilefni Ég ók upp Hverfisgötu og stöðvaði bílinn við stöðumæli. Þetta var góður stöðumælir. Mér leizt strax vel á hann. Reyndar er mér fremur vel við stöðu- mæla yfirleitt. Sérlega eru þeir góðir fyrir þá, sem þurfa á því að halda að losna við krónur eða túkalla. Fyrir ut- an hvað þeir eru góðir fyrir þá, sem þurfa á stæði að halda. Ég þurfti á stæði að halda og losaði mig við túkall. Ég fór til tannlæknis. Þegar ég kom aftur, stóð lögregluþjónn hjá bílnum mínum. Hann virtist vera að skrifa. Ég gekk til hans. Ertu að skrifa, sagði ég. Já, sagði hann. Hvað ertu að skrifa, sagði ég. Ég er að skrifa upp bílinn þarna, sagði hann. Hefur hann gert eitthvað, sagði ég. Það er rautt á stöðumælinum, sagði hann. Er það bílnum að kenna, sagði ég. Hann stend- ur þarna, sagði hann. Ég á bílinn, sagði ég. Ég skrifa samt, sagði hann. Ég fer, sagði ég. Ég hugsaði, hvor yrði fljót- ari, hann að skrifa, eða ég að setja í gang. Ég held þér föstum, sagði hann. Þá geturðu ekki skrifað, sagði ég. Ég er að verða búinn, sagði hann. Ég set annan túkall í stöðumælinn og kalla 100 menn til vitnis um, að það sé ekki rautt á mælinum, sagði ég. Ég set putt- ann fyrir gatið, sagði hann. Ég borga aldrei sektir, sagði ég. Þá færðu dóm, sagði hann. Ég keypti tvö kortér í Austurstræti í gær, sagði ég, og notaði ekki nema annað. Það fékk enginn dóm fyrir það. Það verður að setja reglur, sagði hann. Ég ber aðeins virð- ingu fyrir einni reglu. Góðtemplara- reglunni, sagði ég. Svo varð þetta ekki meira. Hann gekk á braut. Breið- ur aftan fyrir og fattur í göngulagi. Ég skrapp inn í lampabúð. Þegar ég kom út aftur, stóð lögreglumaður við bílinn minn. Hann var með blokk í höndunum. Ertu að skrifa, sagði ég. Já, sagði hann. Það er búið að skrifa, sagði ég. Ég skrifa meira, sagði hann. Þið eruð alltaf sískrifandi, sagði ég. Kemur fyrir, sagði hann. Þið ættuð að skrifa í blöðin, sagði ég. Það er ekki í okkar verkahring, sagði hann. Ef ég væri í lögreglunni, mundi ég ekki sekta þig, sagði ég. Jæja, sagði hann. Ég myndi berja þig, sagði ég. Ætlarðu að gerast dónalegur, góði, sagði hann. Nei, það er ekki í mínum verkahring, sagði ég. w Orðuveitingar Að gefnu fordæmi forsetaembættisins og að tillögum háæruverðugrar Orðu- nefndar hefur Spegillinn sæmt eftirtald- ar persónur blýkrossi álkuorðunnar: Gísla Sigurbjörnsson á Elliheimilinu Grund fyrir hagræðingu á ellilífeyri aldraðra. Guðrúnu P. Helgadóttur, skólastjóra Kvennaskólans, í staðinn fyrir rekt- orsstöðu við menntaskóla. Halldóru Bjarnadóttur fyrir prjónaskap og útsaum. Magnús J. Brynjólfsson (enginn veit fyrir hvað). Benóný Benediktsson fyrir frábæran sjónvarpsleik. Einar Pálsson, útibússtjóra á Selfossi, fyrir hagræðingu á sparifé bænda í þágu einkaframtaks. Sr. Jón Thorarensen, sóknarprest í Vesturbænum, til þess að hann fari nú að hætta prestskap. Óla P. Kristjánsson, fyrrum póstmeist- ara, fyrir að sleikja frímerki í fimmtíu ár. Knút Otterstedt, fyrrum rafmagns- stjóra, fyrir varnir gegn Þingeyingum. Sveinbjörn Jónsson forstjóra fyrir einka- mál sín. Þórhildi Ólafsdóttur forstöðukonu fyr- ir meðferð á smábörnum annarra. Vladimir Askhenazy fyrir að gerast tengdasonur þjóðarinnar. Led Zeppelin fyrir að bjarga listahátíð.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.