Spegillinn - 01.03.1971, Page 26

Spegillinn - 01.03.1971, Page 26
Hjónin í húsinu sínu Það er eins og hver annar hæfi- leiki, sem manni er gefinn, að vera fljótur að læra hlutverk, segir leikkonan og brosir við manni sínum, trompetleikaran- um, sem brosir á móti og blæs í kaun, því að honum er kalt eftir að hafa staðið úti í kuld- anum við að byggja yfir þau einbýlishús uppi í Mosfellssveit. Spegillinn sótti leikkonuna heim í tilefni af því, að henni hefur nú verið boðið að leika príma- donnuna í söngleiknum Rugg- unni í kunnu húsi suður í Prúss- landi. Það verður stórkostlegt að smakka þýzka bjórinn aftur, seg- ir trompetleikarinn. Hann hef ég ekki smakkað síðan 1967. Ég ætla honum alla vega pláss hérna niðri í hobbýherberginu mínu í einbýlishúsinu mínu, þessu húsi, sem ég hef unnið hörðum hönd- um við að byggja, svo að þessar sömu hendur titruðu á kvöldin, þegar ég lyfti trompetinum mín- um á tónleikum, og þegar ég blés í trompetinn, titraði á hon- um maginn. Ég . . . Ég hef víða leikið, segir leikkon- an, aðallega í Texas og Evrópu, þar sem ég kom meðal annars fram í búningum, sem Grace Kelly og Sophia Loren höfðu borið í kvikmyndum. Ég lék líka í Söru Bernharðs leikhús- inu í París og í Briissel og í . . . Ég hef líka leikið, segir trompet- leikarinn, maður leikkonunnar, ég lék í sinfóníunni, og víðast hvar, þar sem heyrist í trompet, þar stend ég á blístri . . . Svo fór ég til Danmerkur, svona til að nálgast ísland, segir þá leikkonan og klórar sér í nef- inu, og okkur dettur í hug, að hún hafl sennilega bein í því. Ég vildi kynnast einhverju al- vöru leikhúsi, áður en ég kom til íslands, og læra meira . . . Ég lærði líka, segir trompetleik- arinn og fer að hita kaffi. Við þökkum leikkonunni fyrir spjallið og höldum út í snjó- komuna og dimmuna í Mosfells- sveit, þar sem þau hjónin eru langt komin með húsið sitt og una hag sínum vel, þaðan sem þau eru samferða í bæinn í vinnuna og heim á kvöldin, og okkur fmnst þau alveg draumur í dós. Gunni og Solla. 26

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.