Spegillinn - 01.03.1971, Side 27

Spegillinn - 01.03.1971, Side 27
Getraun Spegilsins Hver er höfundur fréttarinnar ? Samkvæmt heimildum norsku frétta- stofunnar, NTB, sem eru áreiðanlegar, að því er talið er, munu bardagar hafa verið með eðlilegum hætti í Víetnam undanfarinn sólarhring. Lundúnafregnir herma, að háttsettur talsmaður í ráðuneyti í Saigon, hafi sagt við fréttamenn frá Associated Press, Reuter og NTB, að ekki væri mark takandi á óstaðfestri flugufregn frá fínnsku blaðakonunni Juttu Skuggaleinen, sem í fréttaskeyti til Pósthólf 594 Því miður fékk ég ekki Spegilinn síð- ast og fellur það illa, því að Spegillinn er eins nauðsynlegur og hin stjórnar- blöðin. Já, oft er þörf og nú er lífs- nauðsyn að fylgjast með stjórnmála- lífinu, þegar verðstöðvunin er komin á kaffið, bensínið og ýsuna, og svo þessi árlega verkfallaflóðbylgja að skella á og skola síðustu efnahagsráð- stöfununum út í hafsauga. Nú er orð- ið ófriðvænlegt í landi, Freymóður runninn á suma og Hermóður á aðra, og má heyra vopnabrak og sýrugutl úr ýmsum áttum, svo vissara er að hafa NTB skýrði frá því, að Víetcong-liðar, það er hermenn Þjóðfrelsishreyfingar- innar, undirbyggju nú stórsókn til að flytja vistir, hergögn og matvæli, til kollega sinna norðan við 17. breiddar- baug, það er að segja friðuðu spild- una. Ennfremur segir í fregnum dönsku út- varpsstofunnar Kalundborg snemma í morgun, að hryðjuverkamenn hafi sprengt í loft upp forsetahöllina i Saigon, hina fegurstu byggingu. Ekki gát á öllu og fylgjast með fréttum. Og svo eru kosningarnar á næsta leiti, þegar við atkvæðin ráðum í einrúmi kjörklefans og heitum hæstvirtir kjós- endur, en landsfeðurnir og þeir, sem langar til að verða landsfeður, hafa allt í einu áhuga á öllum mögulegum hlutum, að maður tali nú ekki um vitið, góðviljann og peningana, sem þeir ausa útfrá sér. Verst hvað tíminn er stuttur fyrir vorkosningar til fram- kvæmda. Það ætti að kjósa á haustin, því að þá er heilt sumar til að vinna að kosningaframkvæmdum í næturvinnu, áður en millikosningadáið leggst á allt aftur. Það er svo gaman að hlusta, horfa og lesa, að maður getur næstum því gleymt því, að kosningavíxillinn fellur í haust eins og íjalaköttur ofan í skattgreiðendur. Með beztu kveðju, 6819-2900 er vitað, hver heimildarmaður frétt- arinnar er, en sagt er frá því, að Banda- ríkjamenn dulbúnir sem suðurvíet- namskir hermenn hafi í hyggju að fleygja táragassprengjum á Mekong- óshólmana til að svæla út Víetcong- liða, sem hafa haldizt þar við í nokkur .ár. Siðustu fregnir frá NTB-fréttastofunni norsku herma, að allt hafi verið með kyrrum kjörum að öðru leyti í Víet- nam milli níu og tíu í morgun. Arétting úr Dölum Þar sem sýslunefnd Dalasýslu sendi auglýsingu sína í síðasta Spegli lítt þenkta, sendast hér með frekari skýringar nefndar- innar ásamt frómum viðbótar- óskum. 1) . Drottningamæður skulu þær heita, sem af sér hafa fætt drottn- ingar, EF afkvæmin hafa reynzt eða reynast undirmálspíkur sam- kvæmt kroppamælingum. Heitir sú nafngift mæðrasómabætur. 2) . Sýslunefndin beinir því til heilsumálaráðherra að BANNA Pilluna í Dölum. 3) . Sýslunefndin skorar á Gylfa að lögfesta nú þegar einkarétt Dalamanna á Staðarfellsskóla- meyjum til allra nytja og án mannbærnikrafna. Skulu lög þau inntökuskilyrði. Ókvæntir Fells- strendingar vitlausu megin við þrítugt gangi fyrir. Þökk fyrir fyrri auglýsingu vora. Dalakútar. BLIÐUHOT MEÐ, 27

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.