Spegillinn - 01.04.1972, Blaðsíða 3

Spegillinn - 01.04.1972, Blaðsíða 3
Leíðari Það er mála sannast að aldrei hefur þjóðin þroskazt jafnmikið að vizku og vexti sem í tíð þessarar ríkis- stjórriar. Þó að skerin séu smátt og smátt að hrynja utan af okkur og hólminn eigi í vök að verjast fyrir ásælni náttúruaflanna og annarri erlendri áþján, þá mun Ólafía standa uppi lengur en land byggist. — Stjórnin hefur tvíeflzt við hverja raun, einkum á efnahagssviðinu. Enginn f jármálaráðherra hefur samið stórbrotnari fjárlög en Halldóre. Hann hefur tileinkað sér heilladrjúgar aðferðir í efnahagsmál- um og ber þá fyrst að nefna margföldunartöfluna, sem hann beitir af mikilli leikni í skattamálum, tíkt og Glókollur gerir í ævintýrinu. Það er stefna ríkis- stjórnarinnar og sýnir dável heilbrigði hennar, að menn skuli ekki neyta óþarfa, nema fyrir koma fjár- sektir stórar. Því hefur stjórnin tekið sér fyrir hend- ur að sekta fólk fyrir að kaupa þær vörutegundir, sem sérfræðingar hennar telja óhollar, svo sem mjólkur- vörur, smjör, ost og skyr, kindakjöt og annan óþverra, sem viðgengizt hefur um áraraðir, þótt margsannað sé að valdi hvers kyns iðraskömmum og hjartveiki. Auk þess hafa sveitamenn svo hagnazt óhóflega af þessum varningi og mál til komið að þeim ósóma linni. Ennfremur eru lagðar sektir á brennivín og tóbak og er það framlag Ólafíu gegn áfengis og tó- baksbölinu auk þess sem þær ráðstafanir munu mjög draga úr fátækt og skorti hvarvetna, ekki sízt i ríkis- fjárhirzlunum. Það er óhollt að menn vinni. Því hef- ur ríkisstjórnin lagt þung viðurlög við því að fólk þræli sér út. Til þess að ná til þeirra, sem gerast sekir í að vinna meira en hóflegt getur talizt í siðuðu þjóð- félagi hefur ríkisstjórnin sett sérstök lög, refsiskatta- lögin og eflt sérstakt lögreglulið til þess að hafa hend- ur í hári þeirra. Bannað er að vinna meira en fjöru- tíu stundir, nema menn geri það algjörlega á eigin ábyrgð, enda gefi þeir það ekki upp til skatts. Ólafia er sparsöm ríkisstjórn, sem bezt sést á því að hún ætlar að öngla saman fjórum milljörðum af tómri sparsemi og mun hún reisa sér fyrir það fé bautastein á því neðansjávarskeri, sem upp úr stendur, þegar landið er Sokkið í sæ. Landhelgi kringum það sker mun verða sem svarar einni reisu Jónasar Árnasonar til Húll — en ekki til baka. Spegillinri SAMVIZKA ÞJÓÐARINNAR Spegillinn kemur út 8 sinnum á árinu 1972. Argangurinn kostar 420 krónur að viðbættum póstkröfukostnaði. — Í lausasölu kostar blaðið 75 kr. Ritstjóri: Jón Hjartarson. Aðalteiknari: Ragnar Lár. Sett og prentað i Hilmi hf. 1 Afmælis tlýrðarbragur (5 Nú hcf éíí higt hálfan heiminn undir islenzka landhelgi Um vikingafertSir Jónasar Árnasonar 10 Færevska Fial-uinhnðið á íslandi hf. 11 Smáauglýsingar 13 Hvers vegna eru allir á móti mér? Finnur fugl hjá Kortéri lækni 15 Dagur i lífi heiðursmanns 20 Stvrkjasálmur 21 Lítil jmla um Mammon og menninguna 22 Sjónvarji Spegilsins 26 Uthlutun listamannalauna í Laugardalshöll Vegna dauðastríðs prentsmiðju vorrar, Uthoprents, hefur Spegillinn verið held- ur óhress að undanförnu og orðið að klæðast sorgarbúningi. En nú höfum vér tekið gleði vora óskipta á ný. Bjóð- um vér hina nýju prentsmiðju velkomna — í klær vorar.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.