Spegillinn - 01.04.1972, Blaðsíða 11

Spegillinn - 01.04.1972, Blaðsíða 11
SMÁAUGLÝSINGAR Það tilkynnist hérmeð að hinar nýju reglur Útvarps- ráðs um fasta þætti með- lima ráðsins í hljóðvarpi og sjónvarpi gera ekki ráð fyr- ir banni við því, að undir- ritaður fái að gæða sjón- varpsglápendum á hinu perluhvíta og undursamlega sjónvarpsbrosi sínu í tíma og ótíma. Njörður P. Njarðvík. Getum enn bætt við okkur skuttogarasmíði með undir- balance. Akureyrarbær borgar hallann. Notið ykk- ur hið einstæða tækifæri og látið okkur vinna fyrir ykk- ur á meðan við leikum laus- um hala í hringavitleysunni. Slippir og snauðir í Slippstöðinni hf. Framkvæmdastofnunin get- ur enn bætt við sig hús- næði. Það gleymdist að gera ráð fyrir smásal handa for- manninum í 1500 fermetr- unum á Rauðarárstígnum. Ríkisstofnanir eru beðnar að láta vita strax ef þær hafa á hendi tilboð um hús- næði fyrir sjálfar sig. Við göngum fyrir. Kommissarar í „Stofnuninni". Félagið „Æruvernd látinna heiðursmanna gegn Einari ríka“ hefur verið stofnað. Nýir méðlimir láti skrá sig hjá hinu nýja og betra Al- þýðublaði. Gísli Johnsen Ást. Stofnfundur „Félags áhuga- manna um búlugang og út- stáelsi11 verður haldinn í Naustinu uppi nk. miðviku- dagskvöld. Páll Heiðar Jónsson. Sérprentun sorgarræðu minnar „Einum sósíalistan- um færra“ fæst hjá Blaða- jnannafélaginu. Árni Gunnarsson. Tilkynning um örnefni. Þar sem rektor vor Guðni kjaft- ur hefur staðið sig framúr- skarandi vel undanfarið í réttindabaráttu vorri fyrir auknu athafnarými, hefur verið samþykkt samhljóða breyting á viðurnefni hans. Munum vér eftirleiðis nefna rektor vorn hr. Guðna munn í stað þess er áður var. Er honum með þessu tjáð virð- ing vor og þakklæti fyrir staðfastan stuðning. Nemendur MR. Opinberað hafa trúlofun sína ungfrú Gréta Sigfús- dóttir „rithöfundur" og ,,Dr.“ Ólafur Jónsson gagnrýnandi og vísindamaður. Hjóna- leysin munu fyrst um sinn búa sitt í hvoru lagi, en reyna að hittast eins oft og tök verða á á síðum Vísis og Morgunblaðsins. Sænska fréttastofan á íslandi. „Veizlugleði í Sundhöllinni" nefnist herferð vor fyrir aukinni aðsókn morgun- hana. Rífið yður upp um miðja nótt og njótið sam- vista við Magnús Kjartans- son, Konna í Hellas, Jónas Guðm. stýrimann og rithöf- und og fleiri heimsfræga menn. Hermann í Val. í dag opinberuðu trúlofun sína Dagrún Kristjánsdóttir á Hrafnistu og Torfi H. Hall- dórsson, sama stað. Heimili þeirra verður á Vísi. Sj ómannadagsráð. Ekki lækkuðu nú dagsekt- irnar, ef þeir kæmust að> neðri kjallaranum undir þessum. Jón Fannberg. Auglýst er hér með laust til umsóknar nýtt prófessors- embætti í málum annars heims. Konan mín. hún Maja, sækir um. Magnús Már. Nafni okkar hefur verið breytt úr Barnaverndar- nefnd í Gegn foreldrum í landi. Dr. Björn. Það fer sko enginn kven- maður í fötin mín. Rósinkranz. Not travelling, returning tickets, met Jónas. Bernadetta. Vegna þrengsla á athafna- svæði Menntaskólans í Reykjavík var ekki lengur pláss fyrir Pallas Aþena. Nemendur MR. Ég er'víst litanríkisráðherra. Einar Ágústssön. Mig vantar tilfinnanlega vasapeninga. Vill ekki ein- hver góður listamaður lána mér listamannalaunin sín í svosem tvo þrjá daga, þó ekki væri nema lægri- flokkslistamenn? Gísli Alfreðsson. 0

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.