Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1926, Síða 7

Stúdentablaðið - 01.12.1926, Síða 7
mokað frá allri moldinni; fór til þessa liálfur dagurinn. Gekk hann þá til bæjar og tók hvíldir. Breytti hann í engu hátt- um sínum né skapi eftir það, svo að menn yrðu við varir. Margir sýndu söknuð sinn eftir Eggert látinn, bæði í ræðu og riti. Margir hafa og mælt eftir Eggert síðan. En ekki man eg til þess, að nokkurt dæmi í þessa átt hafi fengið meir á mig en þessi fagra og skrumlausa saga; svo háleit er hún í öll- um sínum einfaldleika. Eg get ekki að því gert að efast um, að Eggerts hafi nokkurn tíma minnzt verið svo, að honum hafi bet- ur hæft. Eða hvað gat verið skapferð Eggerts samboðnara en slík fornmannleg og þjóðleg karlmennska, sem þessi saga ber með sér? Eggert er einn hinn glæsilegasti atgerv- ismaður, sem uppi hefir verið með Islend- ingum. Eggert Ólafsson 1726 - 1. des. - 1926. Einatt flýgur mér í hug þessi saga, er eg minnist Eggerts Ólafssonar: Þá var Ólafur Gunnlaugsson, faðir Egg- erts, heimamaður í Sauðlauksdal, er Egg- ert hvarf þaðan og' kvaddi föður sinn hinzta sinni; var þá Ólafur áttræður að aldri. Eigi urðu menn varir við, að Ólafi brygði, er ’hann spurði, að sonur sinn væri drukknaður, og eigi mælti hann æðruorð. En svo tók hann þessari fregn, að hann fór út, hljóður í bragði, tók reku sér í hönd og gekk út í garð við bæinn; var þar moldarbingur mikill og hafði verið mönnum um hríð trafali á vegi. Tók Ó- lafur þegar að ryðja moldinni burt; vann hann að þessu látlaust af kappi og létti eigi fyrr en hann hafði lokið verkinu og

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.