Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1926, Blaðsíða 22

Stúdentablaðið - 01.12.1926, Blaðsíða 22
16 STÚDENTABLAÐ 1926 mér tjáð, að hér yrði hver maður að drekka lögboðnar skálar og í botn, þegar heimtað var, en heita minni inaður ella. Flaug mér í hug vísa Egils: Drekkum ór þótt Ekkils eykríðr beri tiðum hornasund at hendi hvert full, bragar Ulli. Daginn eftir var farin skemtiferð til Holsteinische Schweiz, en svo er nefnt héraðið umhveriis Plön á Suður-Jótlandi. Þar var sumarbústaður Danakonunga frá 1845—186B og gaf Christian VIII þar út hið fræga „opna bréfu, sem Schleswig-hol- stenska frelsishreyfingin hefir síðan stuðst við. Síðan bjuggu þýsku prinsarnir þar á snotrum búgarði, er þeim var gefinn. Land- ið umhverfis er yndisfagurt. Segir í kvæði einu, að hér hafi fegurðina dreymt vor- draum sinn og hverfandi til himins hafi hún gleymt draum sínum á jörðinni. Við sigldum í blíðviðrinu um vötnin umhverfis Plön, á tveim skemtibátum, fyrst til Prinsa- eyjarinnar, en síðan til Fegetasche, ein- hvers elsta veitingarstaðar í Norður-Þýska- landi. Þar var og þingstaður frá 11. og fram á 15. öld. Borgarstjórinn í Plön hafði boðið okkur þar til miðdegisverðar. Hann var leiðsögumaður okkar á skemtisigling- unni. Síðan var siglt til Malente og það- an yfir til Eutin. — Þegar sólin hlær yfir þessum friðsælu 8kógarvötnum og beykitrén lyfta krónun- um í tignarlegri ró upp í himinblámann, þá finst öllum hér vera jarðnesk Paradís. Skapið mildist ósjálfrátt og hugirnir svella af næstum barnslegri lífsgleði. Von bráð- ar berst ómurinn af margrödduðum söng út yfir gáralausa vatnsbreiðuna. Það er þýski stúdentasöngurinn fagri: Student sein, wenn die Veilchen bluhen. das erste Lied die Lerche singt dev Maiensonne junges Gluhen triebweckend in die Erde dringt. Student sein, wenn die weiszen Schleier vom blauen Himmel grúszend wehn. Das ist des Daseins schönste Feier! Herr, lasz’ sie r.ie zu Ende gehn! Þann 3. júní lauk svo mótinu með fyrir- lestrum og umræðum í Jugendheim. Flutti dr. Paul Greifswald fyrirlestur um þýsk-norræna menningu. Rakti hann í fáum dráttum þroskasögu hinna norrænu þjóða, mintist á víkingana, sem þegar löngu fyrir daga Kolumbusar höfðu lagt i háska- ferðir til nýja heimsins. Síðan drap hann á hina afdrifaríku þátttöku Gustafs Adolfs í þrjátíu-ára stríðinu, sem hann sagði, að aldrei hefði verið fyllilega rétt metin. Taldi hann, að Þjóðverjar liefðu fyrst 1918 goldið hinum norrænu ríkjum þessa gömlu þakkarskuld, með þeirri aðstoð, er það veitti Finnlandi. Þá minti ræðumaðurinn á hjálparstarfsemi Svía í garð Þjóðverja eftir stríðið, hjálparstarfsemi, er hann taldi einstæða í allri veraldarsögunni. „Fyrir þessa hjálp, sem Þjóðverjar munu aldrei gleyma“, mælti hann, „varð norræn endur reisn i landi voru, því að í þrautum lær- um vér fyrst að þekkja sannan vin. Vér eigum að læra að skilja hinar norrænu þjóðir. Hver sem með þeim hefir dvalist, hlýtur að binda órjúfandi ást við þær. Vér verðum að varðveita hinar norrænu sifjar“. Því næst flutti Dipl.-ingenieur H. Gerloff fyrirlestur um sjálfstjóm og sjálfsbjargar- viðleitni þýsku stúdentanna og þau stefnu- hvörf, sem orðið hafa meðal þeirra eftir stríðið. Gerði hann mjög skilmerkilega grein fyrir því, hvernig megin viðfangs- efni stúdentasambandsins þýska (der deut- schen Studentenschaft) væri snúið úr þrem þáttum: bræðralagsanda, skálmaldaranda og menningarviðleitni leiðandi stúdenta. Hefir bræðralagsandinn einkum komið í ljós í matgjöfum þýska Stúdentasambands- ins, sem á verstu krepputímunum eftir stríðið forðaði fjölda stúdenta frá hungur-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.