Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1926, Blaðsíða 13

Stúdentablaðið - 01.12.1926, Blaðsíða 13
1926 STÚDENTABLAÐ 7 Fyrv. form. Stúdentaráðsins Stud. mag'. Þorkell Jóhannesson. Minningar frá nýlensku stúdentadeildinni (Nylands Nation). Sama daginn og eg kom til Finnlands fylgdi prófessor H. Pipping mér til húsa nýlensku stúdentadeildarinnar (Nylands Nation) og var eg þar ritaður, sem gest- ur, á stúdentaskrá deildarinnar, en for- maður hennar (kurator) bauð mig vel- kominn sem Nýlending. Nýlenska stúdentadeildin er stærsta deild finnlenskra stúdenta. Ilún tekur við stúdentum úr Nýlandi, sem er stærsta og fjölmennasta Svíabygð í Finnlandi. Hefur deildin reist sér veglegt hús með rúmgóð- um veislusal, skála að fornum sið, með öndvegi umsjónarmanns (inspectors) fyr- ir miðjum vegg gegnt dyrum, leiksvið í öðrum enda og glugga með lituðu gleri í hinum, en nöfn margra góðra og geng- inna Nýlendinga eru skráð á rúðurnar. Yfir öndvegi hangir skjaldarmerki Ný- lands: bátur á bárum, en veggina prýða annars málverk af umsjónarmönnum deildarinnar, eða öðrum merkismönnum hennar, eftir fræga málara (eins og A. Edelfeldt), meðal þeirra getur að líta mynd af Eugen Schauman, manninum, sem skaut rússneska landsstjórann, hinn illræmda Bobi ikov, og' leysti svo landið úr ánauð með lífi sjálfs sín (16. júlí 1904). T þessum sal koma Nýlendingar saman á hverju þriðjudagskvöldi, til þess að íæða áhugamál sín og til þess að skemta sér á stúdenta vísu. Ef alvarleg mál eru á dagskrá, þá sitja þau fyrir; „samkvæm- ið“ byrjar með fundi. Umsjónarmaður, sem ávalt er einn af prófessorum há- skólans, hefur forsætið og stjórnar fund- inum, en formaður deilarinnar, kura- tor eða einhver annar, sem til þess er val- inn, reifar málið. — Margt merkilegt hefur gerst í þessum sal og afdrifaríkt í sögu Finnlendinga á síðustu tímum. Hér komu menn sér saman um það, að senda unga menn til Þýskalands, til þess að nema hernaðarlist, svo að Finnland ætti á að skipa innlendum foringjum, ef til þess kæmi, að þeir brytu af sér ok Rússa. Það voru ,,jágarna“, veiðimennirnir, sem böiðust með Þjóðverjum gegn Rússum og komu síðar að ómetanlegu liði í frelsis- stríði Finnlands. Mikilvægasta málið á dagskrá hjá Ný- lendingum, veturinn, sem eg var þar, var fjársöfnun til aukningar menningarsjóði allmiklum, er Nýlendingar hafa átt frá því 1874 (Kieseleffska donationsfonden) og varið sérstaklega til að styrkja stúdenta og listamenn til rannsókna og utanlands- ferða. Fénu var safnað með stórri hluta- veltu, kvöldskemtunum og með því að

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.