Stúdentablaðið - 01.12.1926, Blaðsíða 19
1926
STÚDENTABLAÐ
13
þá varðk villr vega:
auðigr þóttumk,
es ek annan fann,
maðr es manns gaman“.
Því hefir verið haldið fram, að langvinn
innivera sé mesta böl, sem manninn geti
hent. Og að einangrun frá öllum mannleg-
um félagsskap sé svo óeðlileg og grimmi-
leg hegning, að hún sæmi ekki siðuðum
þjóðum. Og svo segir í Hávamálum:
„Hrörnar þöll,
sús stendr þorpi á,
hlýrat henni börkr né barr;
svá es maðr,
sás manngi ann;
hvat skal hann lengi lifa?“
Gunnlaugur Indridason.
Við Ferjusjó.
Við Ferjusjó sit eg lengst uppi í Bayara-
ölpum úti fyrir lítilli krá. Alstaðar um-
hverfis sitja rennsveittir ferðalangar,
komnir ef til vill um óra, óra vegu, seydd-
ir úr solli og glaum bæjanna til samvist-
ar við hin frjálsu fjöll, sem þekkja enga
menning, engar sorgir og enga tilgerð.
Útsteyttar ölvambir, sem minna helst á
kýlda ullarsekki, tærðir, íbognir ungling-
ar, fórnarlömb stórborganna og ungfrúr
með klipta kolla og á stuttbuxum sitja
þarna í faðmlögum við hreint og ómengað
fjallaloftið. Ung þeraa í bayaraþjóðbún-
ingi ber ölið fram. Hún er seinlát og tal-
ar fátt, en þó örugg og ákveðin í fram-
göngu. Augun eru djúp og dökk. Þau bera
þess vitni að hún sé rík af ástríðum og
eigi sér djarfa, óuppfylta drauma. —
Þarna kemur þá Dr. Haymann, læknirinn
frá Leipzig. Hann hefur verið að synda
í Ferjusjó. Við hlið hans rennur drengur
hans, ærslabelgur á 11. ári, sem kveður
óbilgjarna dóma upp um menn, sé því að
skifta, tínir löng hár af herðum karl-
manna undir borðum og lifir í líðandi
stund. Dr. Ilaymann spyr: „Farið þér í
bað?“ — „Nei, því miður hefi eg engin
baðföt“. — „Baðföt! hér eru mín, gerið
þér svo vel“. Eg labba inn eftir lengra,
leita mér að hentugum stað til að af-
klæða mig. 1 för slæst Þjóðverji, stuttur
og digur. Hann er um þrítugt, með hom-
spangagleraugu, enni lágt, nef útsett,
augu grá, talar gjarnan um sjálfan sig,
um ferðir sínar og fyrirætlanir. Göngu-
lagið er vaggandi og eins og hann stikli
á þúfum, þó að hann gangi á sléttum
vegi, sveiflast þá fjaðraskúfurinn í
hatti hans fram og aftur eins og takt-
mælir. — Við búumst við regni, klæðum
okkur úr undir hlöðuvegg. — Regnið
streymir niður, þrumur og eldingar skift-
ast á, fjöllin kveða við. „Það er hættu-
legt að fara í vatnið í þrumuveðri“, seg-
ir sá stutti. Eg læt mér það að kenningu
verða og baða mig í þess stað í ausandi
regninu. — Það er kalt. — Því fór Dr.
llaymann að bjóða mér baðföt í þessu
veðri? — Aftur göngum við inn að litlu
kránni við Ferjusjó, hittum þar mýg'rút
ferðamanna, sem sitja nú inni og verma
sig. Baðstofuhitann leggur út á móti okk-
ur, gufustrókarnir leggja upp af hverjum
einum, sameinast allir í einn mökk, sem
sveimar vandræðalega yfir freyðandi öl-
krúsunum og glöðum gestunum. í einu
horni sitja fjórir heljarmiklir beljakar
Þeir hafa drukkið fastan og ölið er stigið
þeim til höfuðs. Það losnar um einhver
bönd, sem endranær sitja föst og vandlega
hnýtt. Þeir eru allir í innilegustu faðm-
lögum. Þeir syngja eða öllu heldur span-
góla, hátt og skerandi og laglaust. Því
gátu þeir ekki setið heima og kyrjað þar?
Nei, þar býr menningin og lögreglan. Fyr-
ir þessa söngva hefði þeim verið borgað
með beinhörðu fangelsisgólfi, röku, fúlu
lofti og litlum skjáglugga. Einnig þeir
eru hingað komnir til að flýja menning-