Stúdentablaðið - 01.12.1926, Blaðsíða 26
1926
STÚDENTABLAÐ
20
eru máttugir og kunnátta þeirra skal
breyta þér í ís. Þú skalt flytja með þér
kuldann og hræðast sólina“.
Kóngurinn hafði mælt.
í sama bili kváðu við ömurlegir ómar,
Seiðmenn konungs léku hráköldum flngrum
á dimmróma hörpur.
Það voru samskonar lög, sem heyrast
er brimið nauðar á næturþeli við hamra-
björgin. Stígandi — fallandi — feigðar-
hljómar.
Kóngurinn horfði hvössum augum á dótt-
ur sína. Hann átti kalann og vald hans.
Hún átti ástina og hennar mátt. Allir
horfðu á kóngsdóttur. Þeir bjuggust við að
sjá bláhvíta íssúlu stíga upp að yfirborði
sjávar.
Harðúð og ást háðu stríð, kuldi og
hiti.
Að vörmu spori var dóttir sækóngsins
horfin, en silfurhvít þoka leið yfir blæ-
lygnan hafflötinn.
Þar sem hitinn má sín nokkurs verður
aldrei ís.
— Hefurðu séð þokuna líða yfir enda-
lausa ægisanda? Flókarnir koma einn eft-
ir annan, léttir og hálf-gagnsæir. Það er
eins og riddarar ríði í fylkingu upp úr
hafinu. Hefurðu séð bana yfir mýrunum,
þegar sólin skín á háhimni og úðinn glitr-
ar í geislunum? Þá er þokan eins og bros
í tárum. Hefurðu séð þokuna hvíla á fjöll-
unum eins og brúðarslæðu úr fíngerðu
silki, eða sitja á tindunum eins og skygð-
an hjálm á hetju?
En hún getur líka verið ægileg og skot-
ið skelk í bringu. Hún færir skipin í viðj-
ar, mjúkar en þéttar, hún villir vegfar-
anda — gerir ófreskjur og forynjur úr
steinum og hólum.
Og nú sást þokan fyrsta sinni. Það var
heiðmyrkur — himinn heiður hið efra, en
myrkur með jörðu.
Smalinn frá Garðshorni var á leið að
sjónum. Hann ætlaði að finna þá, sem hann
unni heitast — þá, sem hafði víkkað sjón-
hring hans alla leið ofan í hafsins dimma
djúp.
Smalinn hljóp og kvað við raust. Söng-
ur hans endurómaði frá fjallahlíðum og
björgum. Þegar hann kom lengra ofan í
dalinn, mætti hann þokunni.
Það var fyrsta sinn, að dóttir sævar-
kóngsins kom á land upp. Hún grét — tár-
in hennar féllu á jörðina. Hún faðmaði að
sér unnustann sinn. Hann fann hrollkaldan
úðann um brjóst sitt og andlit.
Smalinn hljóp. Hann vildi ná til þeirrar
veru, sem nú var alt í kringum hann,
sveipaði hann sjálfri sér, en vék þó fyrir
hverri hans hreyfingu.
Hún, sem hann leitaði að, var hjá hon-
um. Hana sem hann elskaði, þekti hann
ekki.
Hann var í hárri brekku og nam stað-
ar til þess að litast um, en sá ekkert. Hann
stóð kyr eitt andartak, en þegar hann ætl-
aði að halda áfram, gat hann ekki hreyft
sig. Hann var orðinn að steini.
Það voru hans eigin álög. Hvort hann
losnar nokkurntíma, veit eg ekki.
— Ennþá líður þokan yfir fjöll og fjörðu.
Hvað eftir annað hef eg séð hana vefja
sig um klettinn uppi í hlíðinni. Tárin
hennar væta hann allan.
Smalinn á ennþá ást kóngsdótturinnar,
en harður steinninn finnur ekki atlot
hennar.
Hann þekkir ekki þá, sem hann elskar,
þegar hún kemur í annarri mynd, Og þó
hafði hann sagt: „I augum þínum mætast
himinn og haf. Þig mun eg ætíð þekkjau.
Jakob Jón&son
frá Hrauni.