Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1926, Síða 8

Stúdentablaðið - 01.12.1926, Síða 8
2 STtJDENTABLAÐ 1926 Fræðimaður var hann ágætur. Hann er mesti náttúrufræðingur, sem ísland hefir borið. Hann hefir með skáldskap sínum haft meiri áhrif en flest önnur skáld á íslandi. Iívatakvæði hans kipptu mönnum í fram- faraátt. Búnaðarbálkur hans varð bein- línis eins konar trúarjátning dugandi mönnum allar götur fram yfir miðja 19. öld. Það kvæði eitt jafnaðist á við góðan búnaðarskóla að áhrifum. Eggert var enn afburðamaður í íþrótt- um og manna hagastur á hendur. Hver einn þessara eiginleika í jafnrík- um mæli nægir venjulega til þess að halda uppi nafni manna. Og er þó enn ótalið, hver mannkostamaður Eggert var. Mann- lund hans og drengskap róma allir. Hann mat mest framtak manna, en unni þó öll- um hófsamlegrar gleði. Hann myndi vel hafa getað haft að einkunnarorði: Utile dulci: Gagn fylgi gleði. Og þó minnir þessi saga ekki á neitt af þessu. En hún minnir á enn einn kost, sem Eggert hafði, þann kost, sem mátt- kastur er jafnan og mestar gerði nytjar hans. Hún minnir á karlmennsku hans samfara skapfestu. I uppistöðu skapferð- is hans voru engir hnökrar, í lundinni enginn tvíveðrungur, sem stundum haml- ar nytjum ágætra gáfumanna. Karl- mennskan var þjóðleg, skapið fornmann- legt, lundin einlæg. Eggert talar þar sjálfur, er hann leggur Ingólfi Arnarsyni þessi orð á tungu (í Mánamálum) : Nú gengur raup fyrir rausn manna og hól fyrir hreystiverk; hellir út inndrótt A lín bleki; skylmast heiðflotnar hrafnafjöðrum. Mínar eru sætur mangi gefnar dusilmenna danz kveðandi; reika þeir út og inn iðnar-vana; líkjast þeir í máli marfresslingum; líkjast þeir í látum lákettlingum. Rammari íslendingur en Eggert hefir aldrei uppi verið. Og trúin á framtíð þjóð- arinnar er óbifanleg: Undarlegt er ísland, örvasa, iasið; endann innan stundar ekki sú þjóð fekk; aldrs sjáið yfir mold æði mun í kvæði; hefja mun guð í gæfu- gott -stand það land. Og enn: Island ögrum skorið, eg vil nefna þig, sem á brjóstum borið og blessað hefir mig fyrir skikkun skaparans; vertu blessað, blessi þig blessað nafnið hans. En Eggert var enginn einstrengingur, þótt hann væri þjóðlegur og fornmann- legur. Ilann var ekki kyrrstæður eintrján- ingur, þembdur upp af sjálfbirgingsskap og sérgæðingi. Honum var hins vegar ólíkt farið þeim umbótamönnum, sem kunnir eru að því á öllum öldum að leita sér af fordild dýrð- ar með vanhugsuðu framfaragambri og og rótlausu nýungagjálfri. Slíkir stofu- spekingar voru honum sízt að skapi. Hann var jafnan hagsýnn 1 umbótatillögum sín- um, svo að markar fyrir; þjóðrækni hans kenndi honum að vinza úr. Þó var hagsýni hans sízt einskorðuð við hagsmuni þessa heims. Því segir hann:

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.