Stúdentablaðið - 01.12.1926, Qupperneq 9
1926
STÚDENTABLAÐ
3
Lálum oss oi sem gyllur grúfa,
gæta þær aldrei neitt A svig,
akarn við rætur eikar stúfa,
nmliyggjulausar fylia sig.
Kn 11)1]) i tréð þær ekki sjá,
akarnið livaðan kemur frá.
Til er lýsing á Eggert eftir vin hans og
samtímamann, Jón Ólafsson úr Grunna-
vík (samin í Kaupmannahöfn í febrúar-
mánuði 1777). Þykir mér vel við eiga að
lyktum að nota tækifærið hér til þess að
koma að lýsingu þessari. Ber það til fyrst,
að lýsingin mun flestum ókunn, með því
að hún hefir aldrei prentuð vel'ið, er og
varðveitt á þeim stað, sem fæstum ís-
lendingum er kostur að ná til (British
Museum, Add. 11, 201 = FM. 144). í annan
stað er lýsingin merk fyrir þá sök, að þar
eru tekin fram atriði, sem ekki er unnt
að finna annarstaðar, ekki heldur í ævi-
sögu Eggerts, þeirri er síra Björn Hall-
dórsson gaf út í Hrappsey 1784; fyllist
því þar skarð að þessu leyti.
Grunnavíkur-Jón segir svo:
„. . . Guð hafði tillagt honum ágæta
mannkosti, því að hugarfari eður sinnis-
lagi var hann hreinlyndur og hati allra
véla og hjálpviljaður öllum þeim, hann til
náði, einkum þeim, er hann vissi þess
verðuga. Náttúru-skynsamur og dáðavel
lærður, í hverju hann var fráleitur öllum
tilgerðarhætti eður ostentaion; ráðprúður
og forhygginn eður framsjónarsamur,
nema ef honum hefir brugðizt á bana-
dægri, sem mörg eru dæmi til um yppar-
lega menn, þá hans framlundarsemi ork-
aði illra úrslita. En
fáir eru, sem galli ei grandi,
forlögum sá er fylgja verður.
Þessi hörmuleg tíðindi, þá til Kaupinhafn-
ar komu, féllu þungt öllum, er notið
höfðu hans viðkynningar, sem og mér,
því ráðagerð nokkur var milli okkar kom-
in um verustað hjá honum, ef mig bæri
enn í fjórða sinn til míns mér af reynsl-
unni illviljaða Islands".
,,. . . Hann var, sem sagt er, að nátt-
úrufari íhugunarsamur og ráðspakur,
stöðuglyndur, trúfastur og vinhollur með
góðri skikkan hugdjarfur og forhygginn,
rausnarmaður og reiðilegur og mjög svo
ættrækinn, sem sú prentaða minning í
octavo eftir Guðmund sýslumann [Sig-
urðsson] auglýsir, falslaus, en þó forsjáll
án annarra skaða. En að líkamlegri ásýnd
var hann maður í hærra lagi, réttvaxinn,
augnblár og stöðugeygur, með því ígrund-
unarsama augnaráði, er hjá lærðum mönn-
um er vant að eiga heima, hánefjaður og
s'éttnef j aður og mátulega kinnbeinahár og
munníríður, með mátulegri höku, hálsi og
öllu öðru um brjóst, kvið og fætur vel á
sig komnu sköpunarlagi. í raustu karl-
mannlegur og ráðsettur, sem og í sínu
göngulagi. Allt hans ráðlag og atferli var
með karlmannlegu og skynsamlegu atferli
grundað, og þess vegna var af hans öf-
undandi óvildarmönnum hans hégóma-
lausa dagfar virt sem til nokkurrar þótta-
semi. Hann var að mannkostum flestum
fremur búinn . . .“
Páll Eggert Ólason.
----o----
Bæn.
Eftir Lenau.
Hvíli’ á mér þín myrku augu,
máttar sær fram alla gnótt,
djúpa, hulda, dýrðar-fagra,
draumsins móðir — ljúfa nótt.
Tak með þínu töfra-rökkri
tímans heim í burt frá mér,
alt mitt líf svo eigi síðan
ástarró í faðmi þér.
Sigurður Stefánsson
þýddi.
o-