Stúdentablaðið - 01.12.1926, Blaðsíða 10
4
STÚDENTABLAÐ
192H
Bjarni Jónsson frá Vogi
F. 13. okt. 1863 - D. 18. júlí 1926.
Með fráfalli Bjama dósents Jónssonar
frá Vogi er horfinn sá maður frá Háskóla
vorum, sem lengi mun minst verða af
mentalýð þessa lands. Ekki eiga nemend-
ur hans aðeins á bak að sjá afbrigða ást-
sælum kennara, heldur hafa stúdentar í
heild mist einhvern sinn besta formælanda
og sannasta vin.
Hér verður ekki rakinn æfiferill Bjarna
Jónssonar, þótt hann sé merkilegur, enda
yrði það langt mál og verður víða gert.
En ekki má minna vera en Stúdentablað-
ið flytji mynd af þessum manni, sem
jafnan skyldi best hugsjónir og áhuga-
mál æskunnar og veitti henni mest braut-
argengi.
Eigi var það af neinni tilviljun, að
Bjami frá Vogi gaf sig aðeins að skáld-
skap stórskálda og réðst t. d. í að snúa
Faust Goethes á íslensku, heldur var það
af því, að 1 hóp slíkra andlegra rausnar-
manna átti Bjami heima. Og í öðru lagi
var honum unun að því að heyja þá brag-