Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1926, Síða 11

Stúdentablaðið - 01.12.1926, Síða 11
1926 STÚDENTABLAÐ 5 þraut, að temja íslenska tungu í þjónustu þróttugra hugsana. Bjayni var eigi aðeins skáld, heldur var hann og all-lærður mað- ur, þótt sjálfur léti hann lítt yfir. Hann var góður málmur af íslensku bergi og unni landi og þjóð fölskvalaust. Þótti ýms- um hann sjást lítt fyrir á þingi um styrk- veitingar til menningarmála, og væri hann þá helst til bjartsýnn um hag lands og þjóðar. Víst er um það, að hann átti mikla trú á hamingju þjóðar sinnar, en kotungs- hátt hennar sklidi hann hvorki né vildi skilja. En engir hinna yngri manna munu álasa honum fyrir það, því að slíks verða þeirra dæmi, sem höfðingjar eru að eðlis- fari. Það var almæli, að Bjarni sómdi sér manna best í þingsalnum. Hann minti einna helst á rómverskan senator. Ræðan flaut af vörum hans snjöll og rökföst, venjulegast þrungin kjarnyrðum og anda- gift. Og hann varð jafnan því orðfimari sem ræðan harðnaði meir. — Ekki verður hér kveðinn upp. neinn alls- herjardómur um afskifti hans af stjórn- málum, en enginn, sem þekkir sögu ís- lands, mun frýja honum þess, að hann hafi unnið mikið starf og merkilegt í sjálfstæðisbaráttu Islendinga á árunum 1908—1918. — Honum var mergrunnin sú upplitsdjarfa víkingslund, sem ódeig og æðrulaust heldur stefnunni í föstu horfi, þótt mörgum daprist róðurinn. Kemst eigi hjá því, að stundum hvessi um slíka menn. En þótt Bjarni gæti einnig orðið hvass og beinskeyttur í hita og þunga baráttunnar, var hann þó mjög sáttfús að eðlisfari. Verður öllum þeim ógleymanlegt, sem honum kyntust, hversu fljót hin mikla og einbeittlega brún var að sléttast af góðmannlegu brosi. Bjarni Jónsson frá Vogi var einn af þeim mönnum, sem drýgði örlög sín þann veg, að saga varð af. Þannig lifa engir meðalmenn. B. K. Ævintýr. í fylgsnum hugans fjölda margt svo furðu lengi býr. Eg hélt það væri grafið, gleymt, hið gamla ævintýr; en þegar húmsins hjarta slær svo hljótt um rökkurbil, eg horfnar myndir mana fram úr minninganna hyl. Er aftanskuggar liðu létt um lönd og kyrran sjá, eg þráði kossa ljúfan leik og læddist bænum frá. Þar fossinn býr í klettákleif og kveður ljóðin sín, þar sat hún ein, eg vissi vel, hún var að bíða mín. Og hún var ung og engilfríð, með ástarheita þrá, með bros í auga, eld í sál og æskuhreina brá. Hún lukti mig í ljósan arm, en létt að óttu dró; mitt höfuð lá við hennar barm, í helgri næturró. Og vel eg gæti unað enn í ástarfaðmi þeim, en eg er eins og fuglinn frjáls og flýg um allan heim. Og bjóðist koss af blíðri vör eg bíð til sólarlags; eg kem að morgni, kveð og fer, að kvöldi sama dags. En húmsins djúpa huldumál í hugarfylgsnum býr, og aldrei verður grafið, gleymt, hið gamla ævintýr. Mér berast fögur ástarorð með aftan-ljúfum þey; hún bíður ennþá eftir mér hin engilbjarta mey. Þorst. ö. Stephensen.

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.