Stúdentablaðið - 01.12.1926, Síða 16
10
STÚDENTABLAÐ
1926
Och aldrig havcr jag druckit bránnvin
och aldrig liavor jag spclat kort,
men vackra flickor haver jag pussat(=kyst)
det ár den enda synd, jag gjort.
Stúlkurnar hverfa nú alveg á brott og'
og láta piltana eina um hituna. Þá reynir
nú stundum á þolinmæði „klúbbhöfðingj-
ans“:
En stackars klubþhöfding har svftra dagar.
Jag sjálv av hjártat mig djupt heklagar.
Jag allting stáller och allting styr,
jag blir i'huvudet alldeles yr.
Jag slites stundligen emcllan gáster
frán norr och söder och ífrán váster.
Jag máste dricka med en och var
och sitta lángt in pá natten kvar.
Að lokum undir morguninn þrýtur gleð-
ina og menn halda hver heim til sín. Ef
til vill er einstaka maður ofurlítið „timbr-
aður“ næsta dag, en flestir munu þó vera
eins og nýslegnir túskildingar og flestir
munu bíða með óþreyju næsta týsdags-
kvölds.
Af tyllidögum stúdenta má drepa á
„litlu jól“ (c: 1. sunnudag í jólaföstu).
Þau eru e. t. v. haldin vegna þess, að svo
margir hverfa heim um jólin, þrettánd-
ann og „týsdaginn í föstuinngang“. Þá er
jafnan skopleikur á boðstólum (spex), sem
körlum einum þykir sæma að horfa á. —
Annars er 1. maí allsherjar-stúdenta há-
tíð, en hún er fyrst og fremst haldin úti
í Kaisaniemi-parken, enda taka allar
deildir stúdenta þátt í henni.
Það, sem einna helst einkennir þetta
frjálsa og glaða líf „pá avdelningen“ er
einmitt þetta, að allir ungir og gamlir ný-
sveinar jafn og æruverðir prófessorar taka
þátt í því. Að sjálfsögðu eru gömlu
mennirnir ekki neinir daglegir gestir, en
þegar þeir koma, þá láta þeir ekki sinn
hlut eftir liggja. Þeir hafa aldrei slitið
sambandi við deildina þrátt fyrir embætt-
isannir sínar, og því geta þeir altaf ver-
ið með. Þessu til skýringar má setja hér
vísu, er Nýlendingar fögnuðu hinum nýja
inspektor sínum með á „litlu jólum“:
Inspektor för nylándskaíkalvar
(lu bliver snart, ehuru skálm.
Vi lova dock ta dig pá allvar
högtarede herr Furuhjelm.
ríu mángfrestare
ocli stormástare
s.kall hálla i schack alla storfestúre. ■
Auðvitað fer það mjög eftir uppíagi,
hversu tíðir gestir menn eru á „avdel-
ingen“. Fáir munu þeir þó vera, sem ekk-
ert liafa að sækja þangað, en hinir fleiri,
sem þykir þeim mun vænna um hana, því
oftar sem þeir koma þar, én allir munu
að lokum vilja taka undir stefið:
Och fördes vi att bo i glans
Bland guld moln i ett skyland,
Vi hingtade pá tisdagskváll
Till tisdagsfröjd i Nyland.
24. nóv. 1926.
Stefán Einarsson.
----o-----
Maður er manns gaman.
— Eg kann illa við að vera til lengdar
einn eða í miklu fámenni.
Eg hefi gaman af að vera þar sem margt
fólk kemur saman. Þegar gott er veður á
kvöldin veit eg að flest, fólk er á gangi í
Aðalstræti, Austurstræti, Bankastræti og
jafnvel uppi á Laugavegi, og þá geng eg
helst þessar götur, og sé þá einhver með
mér, snúum við oft við, þar sem fólkinu
fækkar og göngutn sömu leið til baka og
það nokkrum sinnum. Það er ekki cinung-
is vegna hljómleiksins, að eg geng ofan
að Austurvelli, þegar lúðrasveitin leikur
þar á horn; og eg mundi sjaldan eða aldrei
fara í bíó eða til kirkju, ef eg ætti að sitja
þar einn. Kaffihús sæki eg ekki oft til þess