Stúdentablaðið - 01.12.1926, Page 17
1926
STÚDENTABLAÐ
11
ISTótt
Con moto.
Þorvaldur ]. Blöndal.
að fá mér hressingu eða hlýða á hljóð-
færaslátt, heldur til þess að sýna mig og
sjá aðra. Eg versla helst í þeim búðum,
sem fjölsóttastar eru, og þegar mest er
ösin. Eg geng oft niður að höfn, þegar
skip koma eða fara., þó að eg þurfi ekki
að heilsa uppá eða kveðja nokkurn kunn-
íngja, þvi að eg veit, að það safnast oft
margir saman á uppfyllingunni við slík
tækifæri.
Eg veit að þetta háttalag er ekki eins-
dæmi fyrir mig; svona högum við okkur
fiest að meira eða minna leyti, án þess að
hugsa um það eða taka eftir því.
Menn furða sig stundum á því, að fólk
skuli leita úr sveitunum í kaupstaðina, án
þess að'bætt lífskjör séu í boði, og að fólk,
sem býr í kaupstöðunum við mestu sult-
arkjör, skuli heldur vilja reyna að draga
þar fram lífið en fiytjast út í sveitirnar,
þar sem landrými er nóg og sæmileg af-
koma við búskapinn. Mönnum þykir’und-
arlegt að fólk úr öðrum kauptúnum leitar
til fjölmennasta bæjarins á landi hér og
menn skilja ekki í því, hve nauðugir menn
flytja þaðan aftur. Bændunum, sem hafa
flest fólk í heimili, verður venjulega best
til hjúa, þó að þeir geri ekkert betur við
þau en hinir, og dæmi frá elstu tímum
sýna, að fýsilegt þótti að vera með höfð-
ingjum, er höfðu um* sig margt jmanna,
enda þótt viðurgerningur allur væri í naum-