Stúdentablaðið - 01.12.1926, Page 20
14
STÚDENTABLAÐ
1926
una, lifa hinu frjálsa, vilta lífi, öllu óháð-
ir, nema eigin dutlungum og eigin lund.
Einnig þeir sitja nú í litlu kránni við
Ferjusjó inst við hjarta Bayaraalpanna
og hafa höndlað æðsta hnoss lífs þeirra,
það að mega spangóla óhultir eins og þeim
þóknast best. — Það er stytt upp. — Einn
af öðrum gengur út. Sól skín í heiði, regn-
dropar glitra á'laufum trjánna, snæviþak-
inn hnjúkur Meilerhútte tindrar í geisla-
flóðinu og Ferjusjór, sem nú liggur lá-
dauður á ný, umvefur alla þessa marg-
víslegu fegurð og felur í djúpum sínum.
— Nú eru allir komnir út. í ljúfum sogum
teyga menn að sér tært fjallaloftið. Hrifn-
ing yfir hinni undursamlegu dýrð, sem
þania býr, gagntekur alla og standa allir
steinhljóðir. I ósnortnu riki þessarar
draumkendu fegurðar verða öll orð of
hversdagsleg og sitja dauð á vörum. Á
friðsælustu stöðvum á þögnin best heima
og á fegurstu stundum fær hún ein mælt.
— Hópurinn dreifist. Leiðinni er haldið
áfram. —
Páll Þorleifsson.
-----o----
Norræna stúdentamótið
f Lubeck.
„Þegar vér minnumst eftir á þessara
daga, þá getum vér hiklaust sagt, að mark-
miði þessa stúdentamóts hafi fullkomlega
verið náð. Meðal hinna norrænu gesta,
sem yfirleitt töluðu ágæta þýsku, og hinna
þýsku félaga þeirra, hafa verið bundin þýð-
ingarmikil persónuleg vináttubönd. Næsta
viðfangsefnið verður að treysta þessi bönd
enn betur, til þess að ryðja veg andlegu
bræðralagi meðal þýskra og norrænna há-
skólaborgara. Og eigi þarf að efa, að jafn
velhepnaðri byrjun fylgi giftudrjúgt fram-
haldu.
Á þessa leið ritaði eitt Lybikublaðanna
um stúdentamótið í Lúbeck 31. maí til 3.
júní þ. á. og er það réttilega mælt. Að
svo miklu leyti sem hægt er fyrirfram að
tala um árangur slíkra móta — því að
hann á að koma betur í ljós síðarmeir, í
nánara andlegu sambandi milli hlutaðeig-
andi þjóða, aukinni samvinnu og skilningi
— má ætla að mót þetta hafi tekist ágæta
vel. Var það einkum að þakka ritara Nor-
dische Gesellschaft, dr. Stodte, sem með
óþreytandi elju og dugnaði hafði undir-
búið mótið og séð að miklu leyti um það
með aðstoð Studentenschaften des Kreises II
og des Auslandamtes der „Deutschen Stu-
dentenschaftu, sem í félagi við Nordische
Gesellschaft hafði efnt til þessa boðs.
Voru mættir, auk fulltrúa frá fjórum
háskólunum á Norður-þýskalandi (Kiel,
Hamburg, Rostock og Greifswald), fulltrú-
ar frá Danmörk, Noregi, Svíþjóð, Finn-
landi og einn frá íslandi — alls ca. 85
manns. Mótið hófst að kveldi hins 31. maí
í Schabbelhaus, eldgömlu húsi í Meng-
strasse, er ber nafn sitt af bakara einum,
sem varið hafði eigum sínum til að hressa
við hinn gamla lybiska byggingarstíl og
láta búa það að húsgögnum eftir fornum
hætti. Var þá allur þorri fundarmanna
kominn. Þar voru sérstaklega ávarpaðir
fulltrúar hvers háskóla fyrir sig — heyrði
eg sagt — og þar á meðal Reykjavíkur-
háskóla. En undirritaður, sem mætti fyrir
íslenska stúdenta, gat af vissum ástæðum
eigi komið fyrr en kvöldið eftir. — Höfðu
þarna verið fluttar nokkrar ræður og eink-
um rætt um andlegt sámband milli nor-
rænna, germanskra þjóða. Ilefði verið
æskilegt, að þar hefði að einhverju leyti
verið minst þess hlutverks, sem ísland á
í menningarsögu hins norræna kynbálks,
en þess var engi kostur, því að eg vissi
eigi með neinum sannindum um fund
þenna fyrr en morgunin eftir, er Nor-
dische Gesellschaft sendi mér skeyti suð-
ur til Berlin og bað mig að koma.