Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1926, Side 25

Stúdentablaðið - 01.12.1926, Side 25
1926 STÚDENTABLAÐ 19 Þau horfðust í augu og kvöddust. Hann horfði á, þegar hún synti frá klöppunum. Þegar sjórinn luktist yfir höfði hennar, sté hann feti framar og sagði: „Eg skal muna þig, þótt himininn falli í hafið“. — Tíminn leið, aldan fjell að ströndinni og dó. önnur kom í staðinn og liún dó einn- ig. Ljós og myrkur skiftist á, dagur og nótt. Sumarið var liðið — veturinn einnig og aftur komið vor. — Smalinn og hafmeyj- an hittust er færi gafst. — í höll sækóngsins var ys og þys. All- ir fundu á sér, að stórtiðindi voru í að- sigi. Kóngurinn sat í hásætinu, strangur á svipinn og augun skutu gneistum, er hann leit í kringum sig. Pramar í höllinni stóð hirðfólkið, gamlir og grimmilegir marbendlar stungu saman nefjum og hvísl- uðust á. Á miðju gólfi stóð dóttir sævarkóngsins og skyldi n ú fá dóm sinn fyrir hásæti föður síns. „I ríki mínu er ekkert til, sem heitir ást. I djúpi hafsins býr kuldi — eilífur kuldi. En þú hefur brotið lög hafsins og refsing þín er ákveðin. Seiðmenn mínir I

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.