Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1926, Síða 28

Stúdentablaðið - 01.12.1926, Síða 28
22 STtJDENTABLAÐ 1926 sem himinn er hátt yfir jörðu. Á hugsj ónavængj um eg líð. — Þá kemur hún konan mín blessuð og kuldalegt var hennar lag: „Þú hitar upp baunimar, Hákon, eg hleyp út að Grundum í dag“. Og farðu til fjandans eg hugsa, en finn ekki orð, sem á við. Eg hrapaði úr hásölum andans á homgrýtis ólundarsvið. H. K. ----o--- Afmæliskveðja 1. des. í923 til Kristins f Apótekinu frá vinkonu hans. Nú er á ferðum fleira’ en eitt, fólkið gengur með ennið sveitt, það þykist vera brögðum beitt og bágt að standa á gljánni, á hæl eða hálfri tánni. Úr aurunum verður ekki neitt, alt fer suður til Spánar. Fullveldisgamanið gránar. Stúdentar hneigja höfuð þreytt og hinsta dropanum ljúka, og glerið galtómt strjúka. Þeim finst það ekki ganga greitt, að garðurinn þeirra rísi, þó haldi þeir smiði og hýsi. Og flestum verður nú lífið leitt, lömdum af skuldahrísi. Já, kalt er í heimi, Kristinn minn, og kolsvört vetrargríma. En drottinn blessi daginn þinn og dragi þig seint í himininn, þó bíði þín staup og strammarinn, þú stendur það af þér fyrst um sinn, sem býrð við opin ölkerin, þar Aquavitis-straumurinn svellur eldhreinn og ósvikinn ársins gjörvalla tíma. Ljóð í óbundnu máli. Þrá, sjá, eg er vegfarandi, eg kom til þín vegmóður að kvöldi, allan daginn hafði eg gengið gráa, einmanalega heiðina, við dagsetur sá eg kofa, feginn barði eg að dyrum, feginn gekk eg inn, vel var mér tekið; þú bauðst mér gistingu um nóttina og eg tók boðinu feginshendi, eg lagðist þreyttur til hvílu og eg grunaði þig ekki. Þrá, eg vissi ekki hver þú ert — að þú ert ræningi og stigamaður, þú ert eins og Prókrústes, með hvílumar tvær: Þá, sem voru nógu langir, lét hann fara í litlu hvíluna og stytti þá þangað til þeir voru mátulegir; en hina, sem voru stuttir, teygði hann í þeirri hvílu, sem lengri var. Þannig kvaldir þú mig, þrá, þreyttan gest þinn, af grimd þinni kvaldir þú mig og hugvitssemi þinni, og hugvitssemi þín var jafnmikil og grimd þín. Þrá, því brýturðu gistivináttuna ? Því kvelurðu þreyttan vegfarandann ? Öllum ferðamönnum skal eg segja frá þér og kofanum þínum, frá vélum þínum og miskunarleysi. Alla skal eg vara þá við þér. — Þú brosir aðeins að hótunum mínum, þú veist að allir, sem fara um heiðina, gista hjá þér. E. Ó. S. Útgefandi: Stúdenlaráð Háskóla íslands. Prentsmiðjan Acta 1926.

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.