Stúdentablaðið - 01.12.1932, Side 5
3
STÚDENTABLAÐ
skipulagsskrá, er stjórnin samþykkir, hafa
verið sett um hana“. Þar sem telja má, að
lóð sé fengin, virðist vera kominn tími til
þess að hefjast handa. í upphafi var áform-
að að hafa eina bygging fyrir 45 stúdenta
og var kostnaðaráætlunin 300—350.000 kr.
Sigurður húsameistari Guðmundsson gerði
uppdrátt af stúdentagarði, er standa skyldi
á Skólavörðuhæðinni, en nú hefir verið
horfið frá því ráði, en uppdráttur hans var
miðaður við þann stað. Komið hefir fram
hugmynd um, að reisa heldur tvö liús, og
hefir hún ýmsa kosti, einkum þann, að
unnt væri að byrja þegar á annarri bygg-
ingunni. I fi'amtíðinni má gera ráð fyrir,
að á háskólalóðinni verð’ reistar margar
bvggingar, rannsóknarstofur o. fl., en hún
er svo stór, að auðvelt yrði að koma fyrir
stúdentagarði löngu áður en háskólabygg-
ingin yrði reist. Skipuleggja þarf háskóla-
lóðina og mun það væntanlega verða gert
í vetur.
Guðmundur prófessor llannesson hefir
gert uppdrátt af stúdentagarði fyrir 35
nemendur og er hér sýnd herbergjaskipun
cg fyrirkomulag. í kjallara er gert ráð fyr-
ir eldhúsi ásamt nokkrum herbergjum fyr-
ir þjónustufólk, íþróttasal, billiardsal, fata-
klefa, smíðaklefa, geymslu o. fl. Á fyrstu
hæð er borðstofa og lestrarsalur, bókalier-
bergi, 3 einbýlisstofur og 2 tvíbýlisstofur.
I.estrarsalurinn nær upp úr á 2. hæð og
eru þar svalir í kring, en á henni eru 8 ein-
býlisstofur og 4 tvíbýlisstofur. Á efstu hæð
eru loks 4 einbýlisstofur og 4 tvíbýlisstof-
ur. Uppdráttur þessi virðist að mörgu leyti
mjög hentugur, þótt gera þurfi ef til vill á
honum nokkrar breytingar. Stúdentagarður
þessi yrði nál. 32 metra á lengd, en bygg-
ir.garverð nál. 125.000 krónum. Stúdenta-
garðsnefnd og stúdentaráð mun bráðlega
ræða þetta mál, hvort halda eigi fast við
gömlu hugmyndina um að reisa einn stúd-
entagarð eða hvort hallast verður að ]?ví að
gera ráð fyrir tveim stúdentabyggingum. Ef
hið síðara verður ofan á, má vænta, að byrj-
| JAKOB .1. SMÁRI:
Kvenlýsing
þú ert oi í'ós, on þú ert fögur lilja,
í þýðum l)læ sem vaggast hægt um kvöld
og dreymir blitt um blámans fjarlæg tjöld ý'
á bakka þöguls straums og djúpra bylja.
þú hefur töfrað bæði vit og vilja
með vorsins rödd, sem þó er dáltið köld,
og ekki gleymi' eg, hvorki’ um ár né öld,
þvi öllu, sem á henni’ eg þóttist skilja. -
Lát hlýrra sumars varma taka völd
og vona glóðheitt sólskin loftið ylja;
lát ljóma opið allt, sem þú vilt dylja,
i ungra blóma sterkri litafjöld.
þú verður seinna’ að greiða lífsins gjöld
og getur horft til ókominna bylja.
að verði á fyrri byggingunni að voi'i kom-
anda.
íslenzkir stúdentar verða að gera sér ljóst,
að hin mikla fjárkreppa ríkissjóðs og þjóð-
arinnar geti enn um stund tafið framlög
]>ings og stjórnar til háskólabyggingar og
stúdentagarðs. Stúdentar hafa sjálfir safnað
allálitlegri fúlgu til stúdentagarðs og þeir
mega einnig vera við því búnir að taka þátt
í fjársöfnun til háskólabyggingar, ef máli
þessu á ekki enn að slá á frest um ófyrir-
sjáanlegan tíma. Virðist því, eins og nú
horfir við, vera hentugt að byrja á næsia
vori að reisa stúdentagarð af svipaðri stærð
cg Guðm. prófessor Hannesson gerir ráð
fyrir. Það mun koma í ljós, að því fyr sem
byrjað verður á stúdentagarði, því fyr verð-
i i' háskólabygging reist. En sómi þjóðarinn-
ar getur ekki beðið eftir því, að á þessum
málum verði enn langur dráttur.
Alexander Jóhannesson.