Stúdentablaðið - 01.12.1932, Qupperneq 6
4:
STÍJDENTABLAÐ
Stúdentamótið í Stokkhólmi 1S56
Kafli úr „Björnsfjerne Björnson", eftir Ágúst H. Bjarnason
„Skandinavisminn“ svonefndi fór mjög í
vöxt á þessum árum meðal norrænna stúd-
fenta. Upp úr stríðinu milli Dana og Þjóð-
yerja (1848—51), þar sem fjöldi Norð-
manna og Svía höfðu gerzt sjálfboðaliðar í
liði Dana, efldist hann mjög og voru stúd-
ertamót þá haldin víðsvegar um Norður-
lönd, t. d. í Kristianíu 1851, er Björnson
hlustaði á Grundtvig. Og nú skyldi annað
haldið í Stokkhólmi og Uppsölum 1856. Á
þessum stúdentamótum var mikið talað um
einingu og samheldni Norðurlanda í stríði
og friði, þótt lítið yrði úr efndunum, er til
kastanna kom, 1864, þá er Danir misstu
bæði Iloltsetaland og Slésvík, óstuddir að
mestu af Norðmönnum og Svíum. En nú
voru menn fullir eldmóðs og áhuga og sóttu
því mót þessi víðs vegar að.
Ekki voru járnbrautir komnar í Sviþjóð
þá, frekar en annars staðar, og sóttu menn
því sjóleiðis suður um Skán, bæði frá Dan-
mörku og Noregi. Björnstjerne var einn
þeirra, er mótið sóttu; átti hann að vera
fréttaritari „Morgunblaðsins" í Kristianíu.
Ferðin, samvistirnar við hina mörgu, ungu
stúdenta, hinar björtu nætur, allt þetta fyllti
huga hans óumræðilegri hrifningu. Áhrifin
ultu inn yfir hann og upptendruðu svo sál
hans, að hann gat staðið tímunum saman,
og þó helzt að næturlagi, þegar aðrir sváfu,
frammi í stafni og haldið hrókaræður fyrir
frelsinu, Noregi og Skandinavismanum.
Hann ávarpaði jafnvel himin og haf. En
enginn heyrði til hans, og aldrei þorði hann
að taka til rnáls á mótinu. Hann komst
aldrei lengra en að ræðustólnum og settist
þá gjarna á neðsta þrepið. Þar sat hann
bæði í Kalmar, Stokkhólmi og Uppsölum og
hlustaði trúlega á hvert það orð, er flaug af
vörum ræðumanna. En sjálfan dreymdi
hann þá fagra og mikla drauma; hann hét
sjálfum sér því, að verða einn af ræðuskör-
ungum Norðurlanda, fulltrúi þjóðar sinnar
og — skáld!
I Riddarahólmskirkjunni í Stokkhólmi,
þar sem helztu þjóðhetjur Svía, þeir Gústav
Adólf og Karl 12. hvíla undir gunnfánum
þjóðar sinnar og fjölda hertekinna fána, varð
hann fyrir miklum áhrit'um og skildist hon-
um þá mikilvægi sögulegra minja. Svipað
þessum konungum höfðu þeir Ólafur
JYyggvason og Ólafur helgi látið lífið fyrir
trú sína og þjóð, er þeir voru að reyna að
hefja til æðra menningarstigs. Og honum
fannst hann sjálfur vera í ætt við slíka
höfðingja. Ilann ætlaði líka að helga Noregi
líf sitt. Og þess vegna hét hann nú sjálf-
um sér þv, að varpa öllu fyrir borð, blað-
skrifum og öðru, til þess að reyna að verða
slváld. Og ósjálfrátt og óafvitandi hlaut
hann nú vígslu sína til þessa.
Björnson segir svo sjálfur frá þessu at-
viki: „Ég þaut úr einni veizlunni í aðra og
varð fyrir nýj um og nýj um áhrifum; og er
ég nú loks, fullur skáldadrauma, gekk niður
að höfninni í hópi danskra og norskra stúd-
enta, til þess að stíga á skipsfjöl, þar sem
riannþyr-pingin stóð til þess að kveðja okk-
ur, veifaði til okkar höndum og varpaði til
okkar blómum, gekk allt í einu ung stúlka
fram úr mannþrönginni og rétti mér lár-
viðarsveig".
„Ég hörfaði undan. — Þarna var hún þá
komin með leyndustu hugsun mínaogkrýndi
hana. Mér fannst hún vera ímynd þjóðar-
andans, sem vildi snúa eldmóði augnabliks-
ins í sál minni upp í alvöru og starf, nú á
íkilnaðarstundinni, svo að þetta yrði há-
mark allra þeirra áhrifa, sem ég hafði orðið
fyrir. Augnablik stóð ég eins og steini lost-