Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1932, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 01.12.1932, Blaðsíða 8
6 STÚDENTABLAÐ siglutrjánna. Við reyndum samt að fá lok- að augunum sem bezt við gátum fyrir krepppunni, hér sem annarsstaðar á leið- inni og gleymdum heldur ekki að kynna okk- ur ofboð lítið skemmtanalíf Hamborgar og þá vitanlega um leið hinn annálaða þýzka bjór, sem svo ná-tengdur er þýzku félags- lifi og þýzku þjóðlífi, svo að ekki sé minnst p hið íslenzka stúdentalíf í Þýzkalandi. En það var á læknanemamótið í Danmörku, sem ferðinni var heitið! Hraðlestin skilaði okkur til Ilafnar í tæka tíð og sunnudags- iTiOrguninn 14. ágúst hefst mótið. Söfnuðust þá þátttakendur saman í Rík- isspítalanum, þar sem þeir voru boðnir vel- komnir og kynntir hver öðrum. Norðurlöndin öll tóku þátt í móti þessu að undanskildu Finnlandi, sem ekki var kleyft að mæta, en sendi kveðju sína á mótið. Þátttakendur voru alls liðlega 70, um eða yfir 20 frá hverju landanna, Danmörku, Noregi og Svíþjóð, en 10 frá íslandi. Eftir að ríkisspítalinn hafði verið skoðað- ur, var stigið í bíla og seinni hluta dagsins varið í skemmtiferð um Norður-Sjáland. Er sú leið einkar fögur og skemjntileg, ekki sízt fyrir þá sök, að á henni er „Studenter- h.vtten“, sælureitur danskra stúdenta, um- luktur af skógi, en fram undan kofanum er lítið vatn. Hér er það, sem stúdentar koma saman um helgar og í sumarleyfum sínum til að teyga í sig sveitaloítið, sigla og róa á vatninu eða baða sig í því og í Ijóshafi solar. Ilér heyrast stúdentasöngvar með margskonar hljcðíæi-aslætti og hér ríkir frjálsræðið, því að hér hefir hinn rétti stú- dentaandi fengið inni. — Við hugsum heim. Daginn eftir hefst hinn vísindalegi þátt- ur mótsins í „Universitetets fysiologiske Institut“. Það er próf. Aug. Krogh, er hlot- ið hefir Nóbelsverðlaun fyrir vísindaleg siörf sín, sem byrjar með því að sýna mjög fróðlegar kvikmyndir, er hann hefir sjálf- ur tekið af blóðrásinni í háræðum líkamans Við „Studenterhytten" og af því hvernig næringarefnin ganga í gc gnum þarmaveggina, heilbrigða og sýkta. Kona hans, dr. med. Marie Krogh, sem einnig er vísindamaður, sýndi okkur síðan stofnunina, en að ]->ví loknu var haldið til Bispebjerg Hospital. Er það tiltölulega nýr spítali, gerður með svipuðu fyrirkomulagi og Eppendorf-spítalinn og er talinn með fullkomnustu spítölum Dana. Þar hittum við í læknaliðinu tvo kunningja okkar og skóla- bræður, þá Jón Steffensen og Svein Péturs- son. Eftir nokkura dvöl á Bispebjerg er ekið til „Nordisk lnsulin Laboratorium“ í Gentofte. Er það stórmerk stofnun, sem dr. med. 11. C. Hagedorn veitir forstöðu. Stofnunin á sig sjálf og er forrík, enda má segja að hún sjái heiminum fyrir hinu þekkta sykursýkislyfi „Insulin", þar eð hún er svo til ein um að framleiða það. Dr. Hage- dorn lýsti í fyrirlestri og sýndi kvikmynd af tilbúningi „insulinsins“. Vinnur hjá honum við framleiðsluna margt manna, langmest kvenfólk, ungar og fagrar stúlkur. Var dokt- orinn svo hugulsamur viö þær — eða lík- lega öllu heldur við okkur — að bjóða þeim með öllum skaranum til miðdegisverðar á „Skodsborg Söbad“. Fyrir miðdegisverðinn tók þorri manna sér bað þar á baðstaðnum, er. er menn höfðu matast, var dans stiginn fram eftir nóttu. Var vel veitt og ríkmann- lega, og kvaddi doktorinn að lokum gesti

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.