Stúdentablaðið - 01.12.1932, Blaðsíða 12
10
STÚDENTABLAÐ
hafi svarað: „Guten Abend, womit kann ich
dienen“. Þarna er ráðið hugsaði ég. Síðan
sagði hann mér, að gistihús, sem hæfði
pyngju minni væri á næstu grösum og að
sporvagnar væru hættir að ganga, því að
komið væri fram yfir miðnætti.
Lögregluþj ónninn hefir auðsjáanlega hald-
ið að ég væri Frakki, þegar ég yrti á hann
á frönsku, en þá var fyllsta kurteisi frá
lians hálfu sjálfsögð og frönsku kunni hann
ekki, og var þá ekki annað að gera en að
nota þýzkuna. Ég frétti það seinna, að
nokkrum dögum áður en ég kom, hefði
aukizt svo mjög andúðin gagnvart Þjóðverj-
ism í Praha, að stappaði nærri óeirðum.
Orsakaðist það af því, að það var eins og
þá hafi allt í einu runnið upp fyrir Tjekk-
anum, að hljómmyndin „Zwei Herzen im
Dreivierteltakt“ bæri þýzk, en ekki tjekk-
nesk framleiðsla, en hún hafði verið sýnd
undanfarna 4 mánuði í beztu kvikmynda-
húsum borgarinnar við mikla aðsókn. Þá
var Tékkanum nóg boðið, hann blátt áfram
gerði uppreisn gegn myndinni. Uppreisn
sú datt svo úr sögunni, þegar búið var að
brjóta rúðurnar í flestöllum, þýzkum, opin-
berum byggingum borgarinnar.
Já. — Það er Praha, höfuðborg Cesko-
slovensko, borgin, sem aðeins hefir vinning-
inn á við Kaupmannahöfn, um íbúafjölda.
Borgin, sem liggur í hvilftinni á miðri Bæ-
heimssléttunni; þar sem einstakir menn,
þjóðir og heilir þjóðflokkar — allt frá því
að sögur hófust og fram á vora daga —
hafa borist á banaspjótum út af trúmálum,
þjóðernismálum, landamerkjamálum eða
ómerkilegum nábúakrit.
Það er þarna, sem síðasti þáttur undir-
búnings undir þrjátíuárastríðið var leikinn,
þegar sendimönnum keisarans var varpað út
um glugga hallarinnar á Hraein-hæðinni, þar
sem nú býr Mazaryk forseti unga tékk-
neska lýðveldlisins, einn af forsetunum á ní-
unda aldurstugnum.
Það er Praha, borgin þar sem gyðingar
geta rekið sína starfsemi, bæði leynt og
ljóst alveg óhindraðir. Þar sem hebreskar
auglýsingar eru leyfðar á strætum úti, en
ekki þýzkar. Tékkarnir snúa andúð sinni til
Þjóðverjanna og segja, gjalda skal glíku
glíkt; áður lcúguðu Þjóðverjar okkur, en á
meðan hafa Gyðingarnir frið. í Praha er og
íjöldi Ameríkumanna, Englendinga og
Frakka, eru þeir síðastnefndu þar í háveg-
um hafðir, því að Tékkarnir trúa því, að
þeir eigi þeim að þakka sjálfstæði sitt.
liússar, Búlgarar, Serbar og Afganar eru og
fjölmennir í Praha, en minni virðingar
njóta þeir hjá frændum sínum Tékkunum
heldur en Vestur-Evrópuþjóðirnar.
Praha er einn af elztu háskólabæjum í Ev-
rópu. Stúdentalíf mun vera meira og fjöl-
breyttara þar en í nokkurri annari borg. Þar
má í stúdentahóp sjá fulltrúa fjarlægustu
heimsálfa, hreinræktaða Mongóla austan úr
Asíu, Indvei'ja, hrokkinhærða Astralíunegra
og Hottintotta, Indíána og Kreola, að
ógleymdum öllum svipbrygðum norðurálfu-
kynflokkanna.
Þegar stúdentinn er kominn til Praha,
ier hann beina leið upp á skrifstofu stúd-
entaráðsins tékkneska. Þar gefur hann upp
þjóðerni, nafn og heimilisfang, en í staðinn
fær hann einskonar aðgangskort (Legitima-
tion), sem hann svo framvísar í verzlununi,
matstofum, kvikmyndahúsum og leikhúsum
ef hann þarf eitthvað að kaupa og fær
drjúgan afslátt.
Frá íslandi! sagði ráðið þegar að mér
kom, það könnuðust þeir alls ekki við. Ég
bað þá að taka fram landakortið, nú þar
var þá hvorki norðurhluti Svíþjóðar, Nor-
egur né ísland tekið með. Þá sagði ég þeim,
að það væri landið, sem hefði haldið 1000
ára afmæli Alþingis hátíðlegt á síðastliðnu
sumri; nú, það könnuðust þeií við, þó vildu
þeir seint hverfa frá þeirri villu, að landið
væri nýlenda frá Danmörku eða Englandi.
Einn aðalþátturinn í stúdentalífinu eru
veizlurnar, sem rikið heldur í samráði við
stúdentaráðið tékkneska, fyrir erlenda stúd-
enta. Er þangað boðið 1—2 fulltrúum frá